Náðu í appið
The Quest

The Quest (1996)

"A lost city, A man of destiny, A test of honor..."

1 klst 34 mín1996

Chris fer í ferðalag til að leita að sjálfum sér og ferðalagið nær yfir alla jörðina.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Söguþráður

Chris fer í ferðalag til að leita að sjálfum sér og ferðalagið nær yfir alla jörðina. Á ferðinni er honum rænt og haldið sem þræl af vopnasmyglurum, seldur til sjóræningja og honum er ýtt inn í skuggalegan heim fjárhættuspila og sparkbox. Leiðir hans liggja til hinnar forboðnu eyjar Muay Thai þar sem lífshættulegar bardagalistir eru kenndar, hann fer til bresku astur asíu, skuggalegra sunda í Bangkok, mannlausra eyðimerkna sem vígamenn Ghengis Khan fóru um forðum daga og að lokum fer hann til hinnar fornu Týndu borgar. Þar þarf hann að heyja úrslitarimmu sem reynir á karlmennsku hans í hinni goðsagnakenndu Ghang-gheng, en þarna er um að ræða hina sögufrægu keppni þar sem um allt eða ekkert bardaga er að ræða, sigurvegarinn fær öll verðlaunin í sínar hendur. Til keppni mæta bestu bardagakappar heims og sýna listir sínar og bardagahæfni til að vinna aðalverðlaunin Gullna drekann. En það eitt að geta slegist er ekki nóg fyrir Chris til að vinna jafn hrikalega andstæðinga og þarna er við að etja. Hann þarf að leita djúpt inn á við, og ná tökum á allri sinni ákveðni og persónustyrk og vera óeigingjarn og ósérhlífinn til að vinna lokabardagann til að komast á endanum heim til sín.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Jean-Claude Van Damme
Jean-Claude Van DammeLeikstjórif. 1960

Aðrar myndir

Robert Forster
Robert ForsterHandritshöfundur
Sid Haig
Sid HaigHandritshöfundur

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Signature PicturesUS
MDP WorldwideUS
Selima Films AVV

Gagnrýni notenda (2)

The Quest, Jean-Claude Van Damme að reyna fyrir sér sem leikstjóri, og þar sem hann er nú ekki sérlega góður leikari að auki þá get ég sagt ykkur það að þessi mynd er hrein hörmung. L...

Enn ein hörumungin sem Van Damme sendir frá sér. Að þessu sinni er um að ræða mynd sem hann segist sjálfur hafa dreymt um að gera frá barnæsku. Eftir að hafa horft á myndina skilur han...