Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
The Quest, Jean-Claude Van Damme að reyna fyrir sér sem leikstjóri, og þar sem hann er nú ekki sérlega góður leikari að auki þá get ég sagt ykkur það að þessi mynd er hrein hörmung. Langdregin og niðurdrepandi. Van Damme er að reyna að gera aðra Blodsport mynd en tekst því miður ekki.
Enn ein hörumungin sem Van Damme sendir frá sér. Að þessu sinni er um að ræða mynd sem hann segist sjálfur hafa dreymt um að gera frá barnæsku. Eftir að hafa horft á myndina skilur hann svo áhorfendur eftir í óvissu yfir því hvers vegna það er vegna þess að myndinn er svo vond að svarti dauði þykir ekki merkilegur miðað við slíkar hörmungar. Það mætti halda að ásetningur Van Damme hafi verið að gera hálfgert framhald af Bloodsport, sem var ein af hans fyrstu myndum og færði honum frægð, vegna þess að myndin gengur út á svipaðan hlut, þ. E. a. S. keppni milli manna með mismunandi slagsmálaaðferðir. Það þarf ekki að taka fram hversu voðalegan leik Van Damme sýnir, og allir hans meðleikarar þ.á. M. gamli refurinn Roger Moore sem sýnir alls enga gamalkunna takta í sínu leiðinlega hlutverki. Ég tel fulla ástæðu til að benda mönnum frekar á að eyða kvölstund í að leggja hendur sínar í spenntar músagildrur vegna þess að það er a) ódýrara b)skemmtilegra c) veldur minni sársauka.