Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Nokkuð flott sýning sem ég hef séð áður
Burlesque er svo mikil uppsöfnuð hrúga af klisjuleifum að þú gætir næstum því púslað henni saman úr öðrum myndum. Það er smá af Chicago í henni, örlítið af Showgirls (mínus allt sem skipti máli við þá mynd, sjónrænt séð) og mikið af "snilldinni" Coyote Ugly. Allt sem kemur inn á milli eru frásagnarformúlur og persónutengdar klisjur sem við höfum séð oftar en hollt getur talist. Það er sjaldan gaman þegar maður horfir á bíómynd og getur sagt eftir fyrstu þrjár senurnar hvernig hún mun öll spilast út, nánast frá upphafi til enda, en það er einmitt tilfellið hér. Ofan á þessa vankanta bætist síðan við langdregni og einhver flýttasti og mest ósannfærandi endir sem hægt er að ímynda sér, og ég grínast ekki með það að bókstaflega öll sagan og hvert einasta vandamál er leyst á innan við 5 mínútum. Skyndilega koma lausnir upp úr þurru og allir hnútar eru snyrtilega hnýttir. Það er í rauninni skuggalega fyndið!
Þetta þýðir samt ekki að myndin sé laus við kosti því burtséð frá máttlausa og kunnuglega innihaldinu eru umbúðirnar alveg glansandi, og ekki síður grípandi á augað og fáklæddu gellurnar í myndinni (stelpur, trúið mér þegar ég segi að þessi mynd höfðar alveg jafn mikið til stráka og ykkar – augljóslega ekki af sömu ástæðum þó). Það er fullt af flott uppsettum söng- og dansatriðum með fínum lögum. Myndatakan er góð og litapallettan gerir rammana e.t.v. meira sexý. Christina Aguilera er heldur ekki slæm í sínu fyrsta alvöru hlutverki. Hlutverkið hennar ætlast ekki til mikils af henni sem hún er ekki þegar reynd í. Hún er allavega langt frá því að vera óþolandi eða pínleg og það er stór plús í sjálfu Cher. Hvað sextugu söngdívuna varðar er ekki mikið hægt að segja. Hún er auðvitað góð leikkona almennt en ef hlutverkið er eins hefðbundið og það er hér þá er lítið gott um það að segja. Söngatriði hennar voru líka án efa þau leiðinlegustu, sérstaklega þegar hún söng ein í klúbbnum eftir lokun. Markmið atriðisins var greinilega að slá á tilfinningalega strengi en mér fannst það bara þurrt og óspennandi til áhorfs. Það er líka eitthvað svo Cherstakt við það að horfa á konuna með galopinn munn þegar hún syngur, eins og andlit hennar neiti gjörsamlega að bjóða upp á það. Annars sýndu karlmennirnir í aukahlutverkunum mikinn lit, helst þá þeir Stanley Tucci (sem stelur alltaf senunni þegar hann leikur í stelpumyndum) og Cam Gigandet. Fyrrum Twilight-illmennið kom mér mikið á óvart og hefur dálítið batnað í áliti hjá mér. Áður en það gerðist fannst mér alltaf eins og hann hafði bara takmörkuð svipbrigði upp á að bjóða – svipað og Cher.
Burlesque er bitlaus klisjuréttur sem ungar stelpur ættu að hafa meira gaman að heldur en þær eldri. Hvað mitt alit varðar flokkast hún í "hvorki-góð-né-slæm" dálkinn. Ég gat alls ekki sagt að mér hafi leiðst yfir henni á köflum, og glansandi kroppasýningar sáu vel til þess. Ef karlmenn ætla Cher að kíkja á þessa mynd þá mæli ég með stórum skjá í háskerpugæðum svo hægt sé að góna á þá staði þar sem nektin sést nææææstum því.
Ég segi 5 standpínur af 10
Burlesque er svo mikil uppsöfnuð hrúga af klisjuleifum að þú gætir næstum því púslað henni saman úr öðrum myndum. Það er smá af Chicago í henni, örlítið af Showgirls (mínus allt sem skipti máli við þá mynd, sjónrænt séð) og mikið af "snilldinni" Coyote Ugly. Allt sem kemur inn á milli eru frásagnarformúlur og persónutengdar klisjur sem við höfum séð oftar en hollt getur talist. Það er sjaldan gaman þegar maður horfir á bíómynd og getur sagt eftir fyrstu þrjár senurnar hvernig hún mun öll spilast út, nánast frá upphafi til enda, en það er einmitt tilfellið hér. Ofan á þessa vankanta bætist síðan við langdregni og einhver flýttasti og mest ósannfærandi endir sem hægt er að ímynda sér, og ég grínast ekki með það að bókstaflega öll sagan og hvert einasta vandamál er leyst á innan við 5 mínútum. Skyndilega koma lausnir upp úr þurru og allir hnútar eru snyrtilega hnýttir. Það er í rauninni skuggalega fyndið!
Þetta þýðir samt ekki að myndin sé laus við kosti því burtséð frá máttlausa og kunnuglega innihaldinu eru umbúðirnar alveg glansandi, og ekki síður grípandi á augað og fáklæddu gellurnar í myndinni (stelpur, trúið mér þegar ég segi að þessi mynd höfðar alveg jafn mikið til stráka og ykkar – augljóslega ekki af sömu ástæðum þó). Það er fullt af flott uppsettum söng- og dansatriðum með fínum lögum. Myndatakan er góð og litapallettan gerir rammana e.t.v. meira sexý. Christina Aguilera er heldur ekki slæm í sínu fyrsta alvöru hlutverki. Hlutverkið hennar ætlast ekki til mikils af henni sem hún er ekki þegar reynd í. Hún er allavega langt frá því að vera óþolandi eða pínleg og það er stór plús í sjálfu Cher. Hvað sextugu söngdívuna varðar er ekki mikið hægt að segja. Hún er auðvitað góð leikkona almennt en ef hlutverkið er eins hefðbundið og það er hér þá er lítið gott um það að segja. Söngatriði hennar voru líka án efa þau leiðinlegustu, sérstaklega þegar hún söng ein í klúbbnum eftir lokun. Markmið atriðisins var greinilega að slá á tilfinningalega strengi en mér fannst það bara þurrt og óspennandi til áhorfs. Það er líka eitthvað svo Cherstakt við það að horfa á konuna með galopinn munn þegar hún syngur, eins og andlit hennar neiti gjörsamlega að bjóða upp á það. Annars sýndu karlmennirnir í aukahlutverkunum mikinn lit, helst þá þeir Stanley Tucci (sem stelur alltaf senunni þegar hann leikur í stelpumyndum) og Cam Gigandet. Fyrrum Twilight-illmennið kom mér mikið á óvart og hefur dálítið batnað í áliti hjá mér. Áður en það gerðist fannst mér alltaf eins og hann hafði bara takmörkuð svipbrigði upp á að bjóða – svipað og Cher.
Burlesque er bitlaus klisjuréttur sem ungar stelpur ættu að hafa meira gaman að heldur en þær eldri. Hvað mitt alit varðar flokkast hún í "hvorki-góð-né-slæm" dálkinn. Ég gat alls ekki sagt að mér hafi leiðst yfir henni á köflum, og glansandi kroppasýningar sáu vel til þess. Ef karlmenn ætla Cher að kíkja á þessa mynd þá mæli ég með stórum skjá í háskerpugæðum svo hægt sé að góna á þá staði þar sem nektin sést nææææstum því.
Ég segi 5 standpínur af 10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$55.000.000
Tekjur
$89.519.773
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
14. janúar 2011
Útgefin:
5. maí 2011
Bluray:
5. maí 2011