Náðu í appið
The Winning Season

The Winning Season (2009)

"It took a bunch of girls to make him man up."

1 klst 59 mín2009

Myndin gerist í bæ í Indianafylki í Bandaríkjunum, en þar er körfuknattleikur drengja aðal íþróttin.

Rotten Tomatoes52%
Metacritic53
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin gerist í bæ í Indianafylki í Bandaríkjunum, en þar er körfuknattleikur drengja aðal íþróttin. Bill er fyrrum íþróttamaður og þjálfari í menntaskólanum. Hann drekkur of mikið, sér dóttur sína úr fyrra hjónabandi alltof sjaldan, og vinnur í dag við að taka af borðum á veitingastað. Vinur hans, sem er núna skólastjóri, býður honum starf við að þjálfa stúlknalið, og Bill tekur starfið að sér án þess að hafa á því mikinn áhuga í fyrstu. Sex stúlkur mæta á æfingu, og ein þeirra er fótbrotin. Þær eru hræðilegar í fyrsta leik sínum, og Bill þarf að finna út úr því, með hjálp frá Donnu, bílstjóra skólabílsins, hvort hann geti yfirhöfuð þjálfað stúlkur. En smátt og smátt nær hann tökum á þessu og þær verða eins og fjölskylda hans, á sama tíma og samband hans við sína eigin dóttur versnar. Nú eru líkur á að þeim gangi vel í keppnum vetrarins, og nú er spurningin hvort að Bill nái að nýta þetta tækifæri til að koma sér á lappirnar, eða hvort hann klúðri málunum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Gigi FilmsUS
Sneaky Pete Productions