Náðu í appið
Öllum leyfð

Alice In Wonderland 1951

(Lísa í Undralandi)

A world of wonders in One Great Picture

75 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Útgáfa Disney af frægri sögu Lewis Carroll. Alice leiðist og hún fer að láta hugann reika. Hún sér allt í einu hvíta kanínu sem virðist vera að flýta sér. Hún eltir kanínuna inn í runna og þá dettur hún ofaní kanínuholu og ofaní Undraland þar sem ótrúleg ævintýri eiga sér stað.

Aðalleikarar

Sjaldan hef ég séð eins pirrandi mynd
Það fyrsta sem mér dettur í um Disney útgáfuna af Alice In Wonderland er hversu pirrandi þessi mynd er nær allan tímann. Með svona mikið af karakterum þá er ótrúlegt að mér tókst ekki að líka við neinn af þeim.
Ég hef reyndar ekki lesið bókina sem þetta er byggt á þannig að ég veit ekki hvort myndin sé lík bókinni eða ekki (en þar sem þetta er Disney stórefast ég um það). Myndin er reyndar ekki eins formúludrifin og margar aðrar myndir frá fyrirtækinu en það er eitt af því fáa jákvæða sem ég hef að segja um myndina. Hitt stóra jákvæða við hana er að hún er frekar vel teiknuð. Tónlistin og sagan í heild er í lagi, en karakterar koma fyrst, og næstum allir sökka. Ég veit að þeir eiga ekki að vera venjulegir (enda úr öðrum heimi) en mér fannst þetta samt vera of mikið.

Flestir karakterarnir koma í nokkrar mínútur, gera eitthvað sýrulegt og koma síðan ekki aftur, fyrir utan nokkra í lok myndarinnar. Tweedledee og Tweedledum höfðu ekkert skemmtilegt að segja og komu með algjörlega tilgangslausa sögu um forvitni, Mad Hatter og Hérinn eru algjörlega út úr heiminum og leifa Alice ekki einu sinni að fá sér tesopa, Drottningin er algjör tík og gerir ekki neitt hræðilega illt til að vera góður villlain, kanínan og kóngurinn gera nær ekkert og blómin voru leiðinleg. Eini karakterinn sem ég hafði gaman af var Cheshire kötturinn. Það var eitthvað við hann sem var skemmtilegt. Kannski af því hann var ekki eins pirrandi eða kannski af því að hann getur tekið líkamshluta sína af og fært þá til. En því miður eyðileggur hann álit mitt á honum í enda myndarinnar sem klárlega er sá sýrukenndasti.

Alice er eini karakterinn sem maður getur á einhvern hátt tengst. Hún er sú eina sem er heil á geði og kemur með spurningar sem áhorfandinn sjálfur gæti sjálfur komið með. Verst að hún er ekki það áhugaverður karakter, þó maður vilji auðvitað að hún komst úr Wonderland.

Þrátt fyrir að útlitið sé flott get ég ekki gefið henni meira en fimmu. Ég geng svo langt að segja að Tim Burton útgáfan sé aðeins betri (hún hefur fleiri plot-hole en hefur að minnsta kosti betri karaktera).

5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn