Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Priest 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. maí 2011

The War is Eternal. His Mission is Just the Beginning.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 15% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Vísindastryllir sem gerist eftir hamfarir á jörðinni og gerist í hliðarveröld þar sem geisað hefur stríð um aldir milli manna og vampíra. Í myndinni er sagt frá hinum goðsagnakennda stríðsmanni Priest, sem varð frægur í síðasta vampírustríði, og býr nú við ömurlegan kost í einni af borgunum sem kirkjan stjórnar með harðri hendi. Þegar frænku... Lesa meira

Vísindastryllir sem gerist eftir hamfarir á jörðinni og gerist í hliðarveröld þar sem geisað hefur stríð um aldir milli manna og vampíra. Í myndinni er sagt frá hinum goðsagnakennda stríðsmanni Priest, sem varð frægur í síðasta vampírustríði, og býr nú við ömurlegan kost í einni af borgunum sem kirkjan stjórnar með harðri hendi. Þegar frænku hans er rænt af morðóðum vampírum þá ákveður Priest að falla frá heitum sínum og leita að frænkunni áður en vampírurnar breyta henni í eina af sér. Með honum í þessa hætturför fer kærasti frænkunnar og fyrrum stríðskona sem býr yfir yfirnáttúrulegri bardagatækni. ... minna

Aðalleikarar

Alltof alvarleg og bjánaleg á sama tíma
Priest er ein af þessum myndum sem þú vilt geta gengið út af og sagt: "Djöfulsins stuð var þetta!" En í staðinn fær maður bara eitthvað sem fer bara beint eftir reglum, eyðir tímanum þínum án þess að svæfa þig algjörlega og skilur að lokum ekki nokkurn skapaðan hlut eftir sig. Við erum að ræða um “post-apocalyptic” vestra í myndasögustíl með vísindaskáldsöguívafi og smá vampíruhroll sem bónus. Þetta hljómar án efa eins og eitthvað sem ætti að sparka í alls konar rassa, en fyrir utan kannski vel heppnað útlit, ágætan (en samt gallaðan) hraða og fáein atriði sem eru býsna svöl (þótt ég gæti talið þau upp með annarri hendi) þá er voða lítið sem hægt er að hrósa.

Ég bjóst svosem ekki við miklum metnaði frá manninum sem færði okkur Legion seinast en það er næstum því hneykslandi hvað niðurstaðan hér er hroðalega dæmigerð. Hugmyndirnar eru svosem ekkert frumlegar heldur og þó svo að þetta kvikindi sé lauslega byggt á kóreskri myndasögu þá sést að ræturnar mega rekja til mynda eins og Blade Runner, Van Helsing, Judge Dredd, The Book of Eli ásamt fjölda öðru. Og alveg eins og Legion þá tekur þessi sig svo alvarlega að hún verður bara ósjálfrátt fyndin þegar slæmu samtölin byrja, og síðan ennþá fyndnari þegar persónurnar gera hina langsóttustu hluti í hasarsenum.

Ferskari og aðeins léttari tónn hefði skipt svo miklu og þrátt fyrir að mér líki oft við Paul Bettany, þá er hann rangur maður í aðalhlutverkið hérna. Kannski hefði hann sloppið með öðruvísi leikstíl en það sést að hann er að reyna sitt allra besta til að vera svalur. Sumir leikarar hafa þetta í sér, aðrir ekki, og í tilfelli Bettanys dugir ekki bara að dýpka röddina, breyta um hreim og vera alvarlegur á svipinn. Aðrir leikarar eru ekki mikið skárri þótt Lily Collins hafi án efa verið slökust sem frænka hetjunnar. Það er ekkert annað en brandari að hafa einhvern leika svona illa í senum sem eiga að vera spennandi. Annars er flestum bara sóað í þreytandi staðalímyndir í stað persóna. Karl Urban, Maggie Q, Christopher Plummer, Brad Dourif eiga öll betra skilið. Orðið einhliða kemst ekki nálægt því að lýsa þessum hlutverkum. Sá eini sem virtist njóta sín best var Cam Gigandet. Hann var hvorki góður né slæmur, en mikið var mér samt sama um hann.

Scott Stewart (þ.e. leikstjórinn með trúarflækjurnar) þarf líka aðeins að sýna meiri kjark og taka frumlegri ákvarðanir ef hann ætlar að halda þessu áfram. Hasarsenurnar í Preast eru ósköp daufar nema aðeins í lokin þegar maður finnur loks fyrir einhverju sem virkar eins og adrenalín. Þær eru samt mest hrjáðar af hefðbundinni slow-motion notkun, sem ég fékk gjörsamlega leið á í seinustu Resident Evil-mynd. Priest gerir einnig tilraunir til þess að vera óhugnanleg en þá með langódýrustu aðferðinni; bregðusenum. Svo hef ég það sterklega á tilfinningunni að þessi mynd hafi verið sundurskorin í klippiherberginu af stúdíóinu. Ef ekki þá efast ég um að Stewart geti nokkurn tímann fleygt frá sér góða mynd. Allavega er flæðið óvenjulega skrítið. Mér finnst ekkert að því að leyfa einfaldari mynd eins og þessari að spilast hratt svo lengi sem þér líður ekki eins og eitthvað mikið vanti, en þegar horft er á þessa líður þér eins og skimað sé yfir heilu kaflana stundum. Persónur koma og fara án kynninga og hraðinn verður fljótt svo mikill að þú dettur út úr atburðarásinni og sýnir henni aldrei nema lágmarksáhuga. Verst er samt byrjunin, sem er skelfilega sett saman. Beint eftir opnunarlógóið er þér hent inn í miðja senu sem síðan klárast áður en þú nærð að átta þig á því hvað gerðist í henni, hvar hún gerðist og hverjir voru til staðar og hvers vegna. Rétt svo mínúta liðin og strax fær maður vonda tilfinningu gagnvart restinni.

Það er samt varla hægt að kvarta undan 80 mínútna lengd þegar bíómynd er ekki að halda athygli þinni út í gegn, en ég er viss um að auka 10-15 mínútur hefðu mótað miklu heilsteyptari sögu. Það sést líka klunnalega mikið hvað hasarinn var tónaður mikið niður svo myndin gæti betur höfðað til unglingana. Það er heldur vandræðalegt hvað klippingin reynir að redda þessu mikið og sérstaklega er áberandi að hljóðvinnslan reynir að mýkja ofbeldið. Hún er alveg glötuð sumstaðar.

Því miður er lengi hægt að kafa út í þá galla sem þessi mynd hefur, en ég læt þetta duga. Hvort sem lokaafraksturinn hafi verið í höndum leikstjórans eða framleiðenda er ljóst að eitthvað mikið hafi farið úrskeiðis. En ef Resident Evil og hugsanlega Underworld-myndirnar eru með því besta sem þú hefur séð í öllum heiminum þá ætti Priest alveg að geta glatt þig og rúmlega það. Þið hinir með eitthvað vit á bíómyndum skuluð bara afþakka áhorfið samviskusamlega.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.10.2015

UPPFÆRT! Nýr rauður prestur í Game of Thrones

Game of Thrones vefsíðan Watchersonthewall.com hefur birt ljósmyndir af Melanie Liburd á tökustað í hlutverki sínu sem Rauður kvenprestur í Game of Thrones, sjöttu seríu, en eins og við sögðum frá fyrr í dag hefur ...

08.10.2015

Nýr rauður prestur í Game of Thrones

Hin unga og efnilega breska leikkona Melanie Liburd hefur verið ráðin í hlutverk Rauða kvenprestsins, eða Red Priestess, öðru nafni Melisandre, í hinum margverðlaunuðu sjónvarpsþáttum Game of Thrones. Melisandre var len...

26.10.2013

Hrollvekjuleikstjóri látinn

Breski leikstjórinn Antonia Bird, sem leikstýrði mannætuhrollvekjunni Ravenous frá árinu 1999, lést á fimmtudaginn í Lundúnum eftir veikindi. Hún var 54 ára gömul. Aðrar þekktar myndir leikstjórans eru Priest, Mad Love o...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn