Náðu í appið

Dai-Nihonjin 2007

(Japanski risinn, Big Man Japan)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
113 MÍNJapanska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Matsumoto leikur Masaru Daisatô, einstæðing sem lifir látlausu lífi í Tokyo. Af og til umbreytist hann í risavaxið ofur­ menni sem þarf að verja Japan fyrir endalausum árásum alls kyns skrímsla. Hann er af ætt ofurmanna sem hafa verið heiðraðir sem hetjur í gegnum aldirnar, en nú er öllum sama um hetjur og Daisatô er illa liðinn af flestum borgarbúum.

Aðalleikarar


Þetta er næstum því mockumentary, en ólíkt myndum á borð við I'm Still Here og Blair Witch Project þá efast enginn um að þetta er sviðsett, svipað og Cloverfield. 80% af myndinni er viðtal við aðalpersónuna og hinn parturinn er tölvugerð bardagaatriði við alskonar skrímsli. Þótt að viðtölin séu oft mjög skemmtileg þá er maður samt alltaf að bíða eftir því hvaða skrímsli hann á eftir að berjast við næst. Því miður var uppáhalds skrímslið mitt í byrjun, en hin voru líka mjög frumleg og findin.

Þessi mynd er mjög óhefðbundin. Mestalla myndina hugsaði maður bara "rosalega er þetta steikt". Og endirinn toppaði allt. Og það voru greinilega fleiri í salnum jafn undrandi þegar hún endaði því fólk sat mjög lengi eftir að myndin var búin, og kreditlistinn var líka búinn, og var ekki alveg búið að átta sig á hvað þau höfðu séð.

Ég verð líka að minnast á tónlistina í þessari mynd. Mjög góð japönsk tónlist. Svo hjálpaði það líka til að ég elska allt japanskt, tungumálið, stílinn, húsin.

Sem sagt, mjög steikt mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn