Aðalleikarar
Leikstjórn
Þetta er næstum því mockumentary, en ólíkt myndum á borð við I'm Still Here og Blair Witch Project þá efast enginn um að þetta er sviðsett, svipað og Cloverfield. 80% af myndinni er viðtal við aðalpersónuna og hinn parturinn er tölvugerð bardagaatriði við alskonar skrímsli. Þótt að viðtölin séu oft mjög skemmtileg þá er maður samt alltaf að bíða eftir því hvaða skrímsli hann á eftir að berjast við næst. Því miður var uppáhalds skrímslið mitt í byrjun, en hin voru líka mjög frumleg og findin.
Þessi mynd er mjög óhefðbundin. Mestalla myndina hugsaði maður bara "rosalega er þetta steikt". Og endirinn toppaði allt. Og það voru greinilega fleiri í salnum jafn undrandi þegar hún endaði því fólk sat mjög lengi eftir að myndin var búin, og kreditlistinn var líka búinn, og var ekki alveg búið að átta sig á hvað þau höfðu séð.
Ég verð líka að minnast á tónlistina í þessari mynd. Mjög góð japönsk tónlist. Svo hjálpaði það líka til að ég elska allt japanskt, tungumálið, stílinn, húsin.
Sem sagt, mjög steikt mynd.