Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Abduction 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. september 2011

The fight for the truth will be the fight for his life

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 5% Critics
The Movies database einkunn 25
/100

Nathan Harper er ungur maður sem hefur lengi haf t á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu í tilveru hans. Þegar hann uppgötvar mynd af sjálfum sér á vefsíðu sem auglýsir eftir týndum börnum fær hann grun sinn staðfestan um að fólkið sem hann hefur hingað til talið foreldra sína eru það ekki í raun. En um leið og hann fer að púsla saman sannleikanum... Lesa meira

Nathan Harper er ungur maður sem hefur lengi haf t á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu í tilveru hans. Þegar hann uppgötvar mynd af sjálfum sér á vefsíðu sem auglýsir eftir týndum börnum fær hann grun sinn staðfestan um að fólkið sem hann hefur hingað til talið foreldra sína eru það ekki í raun. En um leið og hann fer að púsla saman sannleikanum um sjálfan sig og líf sitt er eins og hann hafi opnað einhvers konar pandórubox og skyndilega er hann hundeltur af stórhættulegum mönnum sem vilja ekki að hann komist að sannleikanum. Nathan hefur um ekkert annað að velja en að leggja á flótta með aðstoð einu manneskjunnar sem hann getur treyst, nágrannakonu sinnar, Karenar. Það líður hins vegar ekki á löngu uns hann áttar sig á því að vilji hann komast lífs af úr þessum leik og komast að því hver hann er í raun þarf hann að hætta á flóttanum og ráðast þess í stað beint inn í greni ljónsins ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Átti aldrei séns frá fæðingu
Aldrei hefði mig grunað að ég ætti einhvern tímann eftir að horfa á bíómynd með stórfínum leikurum á borð við Alfred Molina, Sigourney Weaver, Jason Isaacs, Mikael Nyqvist og Mariu Bello þar sem þau eru notuð til skrauts á meðan Sharkboy-leikarinn (sem seinna varð að Jakob varúlfi) er settur í sviðsljósið sem einhver hasarstjarna. Þetta er í rauninni besta óbeina paródía sem ég hef séð og hún tekur sig svo sjúkt alvarlega að kjánahrollurinn varir út nánast alla myndina. Reyndar er Abduction tæplega þolanleg á fyrstu 20 mínútunum. Þá er eins og við séum inni í allt annarri mynd. Svo eftir að plottið loksins byrjar og svokallaða spennan hrekkur í gang, þá fyrst byrjar manni að verkja fyrir alvöru.

Myndin er bæði hallærislega léleg og alveg mökkleiðinleg. Hver einasta sena öskrar "been there, done that" og leikararnir eru flestir alveg jafn áhugalausir og leikstjórinn. Ef ykkur fannst John Singleton vera latur og metnaðarlaus þegar hann gerði 2 Fast 2 Furious, bíðið þá bara eftir að sjá vinnubrögðin hans hér. Maður myndi aldrei halda að þessi viðurstyggð sé leikstýrð af sama manni og gerði Boyz n the Hood. Aldrei fann ég fyrir einhverri spennu. Ég festist aldrei við sætisbrúnina þegar hasarinn byrjaði, hélt aldrei með hetjunni svo ekki sé minnst á það hvað mér var slétt sama um hvert söguþráðurinn stefndi eða hver svörin væru sem aðalpersónan leitaðist eftir.

Taylor Lautner greyið reynir sitt allra besta, greinilega ómeðvitaður um hversu hörmulegt handritið var. Það er eins og framleiðendur hafi platað hann til þess að halda að þetta væri eitthvað beitt og spennandi bara til þess að stríða því tímabundna tískufyrirbæri sem hann er. Þó svo að Robert Pattinson hafi rétt svo náð að standa á fætur eftir að Twilight-æðið hófst, þá er ekki sjálfsagður hlutur að Lautner, mótleikari hans, geti það líka. Pattinson valdi t.d. krefjandi hlutverk í Remember Me og mikilvægt burðarhlutverk í Water for Elephants. Hann stóð sig sig með prýðum í báðum myndunum. Aftur á móti þá valdi Lautner Valentine‘s Day og svo þessa til þess að sanna fyrir fólki að hann væri ekki bara brosmild vöðvahrúga með ónáttúrulega langan háls.

Lautner er ekki einu sinni svo skemmtilega lélegur að hann á séns í költ-status, eins og aðrar hasarhetjur kvikmyndasögunnar sem höfðu sinnt sínu vel þrátt fyrir að leika illa. Lautner er bara áberandi vitlaust staðsettur. Þessi Bourne-ímynd bara hentar honum ekki, og auk þess er hann bara ekkert aðlaðandi sem stjarnan í aðalhlutverkinu. Málið dautt!

Abduction hefur fáa sem enga alvöru kosti, og þótt að svo væri er afraksturinn svo alvarlega kæfður af göllum sínum að myndin hefði strax dottið í sundur ef hún hefði jafnvel reynt eitthvað á sig. Ekki einu sinni nær einhver af ofannefndu leikurunum að gera neitt til að bjarga þessu (Hr. Molina: hvernig gastu þetta??). Myndin hjólar í svo margar klisjur að það er eins og hún sé að eltast við það að skrapa botninn, og hún hefði verið jafnmikið hökkuð niður fyrir 25 árum síðan vegna ófrumleika. Svo er hún bara kjánaleg, ótrúverðug, fyrirsjáanleg og almennt séð lætur hún sístu Bourne-myndina líta út fyrir að vera listaverk eftir Kubrick í samanburði. Meira að segja titillinn er þurr og óspennandi. Hann á sér heldur ekkert samhengi við atburði myndarinnar.

Þér mun verkja í veskinu í marga daga ef þú eyðir krónu í þetta drasl.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn