Náðu í appið
Abduction

Abduction (2011)

"The fight for the truth will be the fight for his life"

1 klst 46 mín2011

Nathan Harper er ungur maður sem hefur lengi haf t á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu í tilveru hans.

Rotten Tomatoes5%
Metacritic25
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Nathan Harper er ungur maður sem hefur lengi haf t á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu í tilveru hans. Þegar hann uppgötvar mynd af sjálfum sér á vefsíðu sem auglýsir eftir týndum börnum fær hann grun sinn staðfestan um að fólkið sem hann hefur hingað til talið foreldra sína eru það ekki í raun. En um leið og hann fer að púsla saman sannleikanum um sjálfan sig og líf sitt er eins og hann hafi opnað einhvers konar pandórubox og skyndilega er hann hundeltur af stórhættulegum mönnum sem vilja ekki að hann komist að sannleikanum. Nathan hefur um ekkert annað að velja en að leggja á flótta með aðstoð einu manneskjunnar sem hann getur treyst, nágrannakonu sinnar, Karenar. Það líður hins vegar ekki á löngu uns hann áttar sig á því að vilji hann komast lífs af úr þessum leik og komast að því hver hann er í raun þarf hann að hætta á flóttanum og ráðast þess í stað beint inn í greni ljónsins ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Vertigo EntertainmentUS
The Gotham GroupUS
Quick Six Entertainment
LionsgateUS

Gagnrýni notenda (1)

Átti aldrei séns frá fæðingu

Aldrei hefði mig grunað að ég ætti einhvern tímann eftir að horfa á bíómynd með stórfínum leikurum á borð við Alfred Molina, Sigourney Weaver, Jason Isaacs, Mikael Nyqvist og Mariu Bel...