Náðu í appið
The Experiment

The Experiment (2010)

"Everyone has a breaking point"

1 klst 36 mín2010

The Experiment er byggð á sönnum atburðum og segir frá viðamikilli og metnaðarfullri sálfræðitilraun, þar sem auglýst er eftir mönnum til að „vera“ fangar eða...

Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiVímuefniVímuefniHræðslaHræðslaFordómarFordómarBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

The Experiment er byggð á sönnum atburðum og segir frá viðamikilli og metnaðarfullri sálfræðitilraun, þar sem auglýst er eftir mönnum til að „vera“ fangar eða fangaverðir í tvær vikur. Loforðið um 14.000 dollara greiðslu veldur því að auðvelt er að fylla plássin 26 í tilrauninni. Mennirnir mæta allir í húsnæði sem hefur verið byggt til að líta út eins og fangelsi og er þeim skipt af handahófi niður í fanga og fangaverði. Til að byrja með er allt með kyrrum kjörum og búast allir við að þetta verði auðsóttur peningur fyrir tveggja vikna veru, en ekki líður á löngu þar til umhverfið, hlutverkin og hegðunarreglurnar eru farnar að hafa mikil áhrif á alla þátttakendur og ofbeldið fer að stigmagnast. Er jafnvel spurning hvort allir eigi eftir að komast lifandi í gegnum þessa 14 daga...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Paul Scheuring
Paul ScheuringLeikstjóri

Framleiðendur

Stage 6 FilmsUS
Inferno EntertainmentUS
CinedigmUS
Magnet Media Productions
Magnet Media Group
Adelstein/Parouse ProductionsUS