The Experiment (2010)
"Everyone has a breaking point"
The Experiment er byggð á sönnum atburðum og segir frá viðamikilli og metnaðarfullri sálfræðitilraun, þar sem auglýst er eftir mönnum til að „vera“ fangar eða...
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Vímuefni
Hræðsla
Fordómar
BlótsyrðiSöguþráður
The Experiment er byggð á sönnum atburðum og segir frá viðamikilli og metnaðarfullri sálfræðitilraun, þar sem auglýst er eftir mönnum til að „vera“ fangar eða fangaverðir í tvær vikur. Loforðið um 14.000 dollara greiðslu veldur því að auðvelt er að fylla plássin 26 í tilrauninni. Mennirnir mæta allir í húsnæði sem hefur verið byggt til að líta út eins og fangelsi og er þeim skipt af handahófi niður í fanga og fangaverði. Til að byrja með er allt með kyrrum kjörum og búast allir við að þetta verði auðsóttur peningur fyrir tveggja vikna veru, en ekki líður á löngu þar til umhverfið, hlutverkin og hegðunarreglurnar eru farnar að hafa mikil áhrif á alla þátttakendur og ofbeldið fer að stigmagnast. Er jafnvel spurning hvort allir eigi eftir að komast lifandi í gegnum þessa 14 daga...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



















