Náðu í appið
Perrier's Bounty

Perrier's Bounty (2009)

"Blood is thicker than water. Nothing is thicker than thieves."

1 klst 28 mín2009

Perrier‘s Bounty segir frá Michael McCrae (Cillian Murphy), en hann býr í Dublin á Írlandi og er í miklum vandræðum þar sem hann skuldar glæpaforingjanum...

Rotten Tomatoes52%
Metacritic47
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Perrier‘s Bounty segir frá Michael McCrae (Cillian Murphy), en hann býr í Dublin á Írlandi og er í miklum vandræðum þar sem hann skuldar glæpaforingjanum Darren Perrier (Brendan Gleeson) eitt þúsund evrur. Hann á erfitt með að útvega peningana og hefur aðeins stuttan frest áður en hann mun eiga von á hrottum sem brjóta útlimi fyrir atvinnu. Til að bjarga sér fyrir horn leitar hann hjálpar hjá okurlánaranum „The Mutt“ (Liam Cunningham), en hlutirnir eru fljótir að flækjast, sérstaklega þegar faðir Michaels, Jim (Jim Broadbent) og kærastan Brenda (Jodie Whittaker) blandast í málið. Þegar Brenda skýtur svo einn af félögum Perriers til bana lætur Perrier peningana lönd og leið og heitir hverjum þeim sem hefur uppi á Michael og Brendu og færir honum þau tíu þúsund evra „fundarlaunum“. Því eru góð ráð dýr fyrir Michael, Brendu og föðurinn Jim eigi þau að sleppa ósködduð úr þessum vandræðum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Ian Fitzgibbon
Ian FitzgibbonLeikstjórif. 1962
Mark O'Rowe
Mark O'RoweHandritshöfundur

Framleiðendur

Premiere PictureGB
Parallel FilmsIE
Fís Éireann/Screen IrelandIE