Aðalleikarar
Leikstjórn

Duglega slöpp lögguræma. Á víst að vera gamanmynd en það vottar vart fyrir fyndni í þessu sorpi. Þrátt fyrir að Christian Slater sé aldrei beinlínis leiðinlegur hefur hann afar takmarkaða leikhæfileika og ætti bara að snúa sér að einhverju öðru. Myndin fær þó hálfa stjörnu fyrir góðan söguþráð en annars....ja sveiattan!

Hin hressasta skemmtun, hvar Christian Slater leikur auðnuleysingja mikinn hvers bróðir er myrtur svo hann erfir lögregluumdæmi hans. Svo hefst hann handa við að hefna bróðurins og þarf einnig að halda kerlingunni góðri, sem reynist ekki síður erfitt.
Ekki svo merkileg ræma, en þó nokkuð skemmtileg.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Valeria Ciangottini, Riccardo Garrone
Framleiðandi
MCA Universal Home Video
Aldur USA:
PG-13