Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Kuffs 1992

Fannst ekki á veitum á Íslandi

When you have attitude - who needs experience?

102 MÍNEnska

George Kuffs kláraði ekki menntaskóla, er nýbúinn að missa vinnuna og kærastan hans sem er enn í menntaskóla er ófrísk. Þar sem hann á erfitt með að ímynda sér hvernig hann getur stutt við bakið á henni, þá telur hann að það sé betra að þau skilji að skiptum. Þannig að hann heimsækir eldri bróður sinn, Brad, til að reyna að fá lán hjá honum... Lesa meira

George Kuffs kláraði ekki menntaskóla, er nýbúinn að missa vinnuna og kærastan hans sem er enn í menntaskóla er ófrísk. Þar sem hann á erfitt með að ímynda sér hvernig hann getur stutt við bakið á henni, þá telur hann að það sé betra að þau skilji að skiptum. Þannig að hann heimsækir eldri bróður sinn, Brad, til að reyna að fá lán hjá honum svo hann komist til Brasilíu þar sem er gullæði í gangi. Til allrar óhamingju er Brad myrtur og George er skyndilega orðinn eigandi að hverfinu sem naut "öryggisgæslu" bróður hans. ... minna

Aðalleikarar


Duglega slöpp lögguræma. Á víst að vera gamanmynd en það vottar vart fyrir fyndni í þessu sorpi. Þrátt fyrir að Christian Slater sé aldrei beinlínis leiðinlegur hefur hann afar takmarkaða leikhæfileika og ætti bara að snúa sér að einhverju öðru. Myndin fær þó hálfa stjörnu fyrir góðan söguþráð en annars....ja sveiattan!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hin hressasta skemmtun, hvar Christian Slater leikur auðnuleysingja mikinn hvers bróðir er myrtur svo hann erfir lögregluumdæmi hans. Svo hefst hann handa við að hefna bróðurins og þarf einnig að halda kerlingunni góðri, sem reynist ekki síður erfitt.

Ekki svo merkileg ræma, en þó nokkuð skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn