Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mr. Brooks 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. september 2007

The man who has everything has everything to hide.

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Earl Brooks er mikils metinn athafnamaður og var nýlega valinn Maður ársins í Portland. Hann býr þó yfir hræðilegu leyndarmáli: hann er raðmorðingi sem þekktur er undir nafninu Thumbprint Killer. Hann hefur sótt AA fundi, og hefur þannig náð að halda morðfíkn sinni í skefjum í tvö ár, en núna er hliðarsjálf hans, Marshall, aftur kominn á kreik, og ýtir... Lesa meira

Earl Brooks er mikils metinn athafnamaður og var nýlega valinn Maður ársins í Portland. Hann býr þó yfir hræðilegu leyndarmáli: hann er raðmorðingi sem þekktur er undir nafninu Thumbprint Killer. Hann hefur sótt AA fundi, og hefur þannig náð að halda morðfíkn sinni í skefjum í tvö ár, en núna er hliðarsjálf hans, Marshall, aftur kominn á kreik, og ýtir á hann að byrja að myrða á nýjan leik. Þegar hann drepur par sem er að njóta ásta, þá sést til hans og einhver tekur mynd af honum - maður sem sjálfur er haldinn morð - og dauðaáráttu. Í annarri hliðarsögu þá er rannsóknarlögreglumaðurinn sem er að rannsaka morðið með sín eigin vandamál. Hún er að ganga í gegnum erfiðan skilnað, og ofbeldisfullur glæpamaður, sem hafði heitið því að hefna sín á henni, er sloppinn úr fangelsi og er nú á hælunum á henni.... minna

Aðalleikarar


Þessi kom á óvart. Ég er ekki vanur því að sjá mjög góðar myndir með Kevin Costner, hann er kannski að læra kallinn. Costner leikur sem sagt morðingja sem virðist venjulegur heimilisfaðir við fyrstu sín. Bestur er þó William Hurt, best að segja ekki hvern hann leikur. Annars ekki mikið um hana að segja, solid skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kevin Costner er hér í hlutverki Earl Brooks sem stundar morð ásamt ímynduðum vini sínum(William Hurt). Brooks ætlar að leggja byssuna á hilluna en ljósmyndari nokkur verður vitni og vill fá að drepa með Brooks fremur en að tala við lögguna. Mr. Brooks er eiginlega ekki eins góð mynd og hún hefði getað orðið, hún er á ýmsa vegu skemmtileg en ekkert meira en það. Þegar myndin sýnir Brooks myrða eða undirbúa það er hún sniðug og áhugaverð en aðrir kaflar eru frekar slappir þó að þeir séu nauðsynlegir fyrir söguna. Kevin Costner leikur sitt hlutverk prýðilega og einnig William Hurt en aðrir leikarar í myndinni standa þeim langt að baki og Demi Moore er ömurleg. Þetta er alltílæ mynd svosem en það bara hefði mátt skrifa hana aðeins betur. Ég gef Mr. Brooks 6/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Æði
Bara stutt og létt frá mér. Þessi mynd fanst mér æðisleg. Ég er svona spennutrylla, sálfræðimisteríu, hryllingsmynda fan nr. 1 og þessi mynd var sko allvega að flokkast vel í mínar bækur. Mæli hiklaust með henni. 4 stjörnur frá mér takk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fullt hús stiga fær Mr. Brooks fyrir frábært handrit sem sýnir hvernig hversdagslegur aðili getur verið hver sem er á bakvið grímu sem engin vissi að væri gríma í fyrsta lagi. Kevin Costner, William Hurt, Demi Moore ásamt fleirum sýna stórkostlegan leik að mínu mati. Myndin fjallar um hinn virta mann ársins Mr. Brooks sem er fullur siðferðis um hvað sé best fyrir fjölskylduna og með góð gildi í viðskiptum líka, en hvað allt utan rætur heimilis og vinnu varðar er ekki einn siðferðisdropi í honum þó svo sýnilegt þykir að hann reynir að rétta sig af.

Samtvinning Costners og Hurt í eina og sömu manneskjuna tekst fullkomnlega og væri ég ekki hissa þó annar ef ekki báðir fái tilnefningar til Óskars fyrir þessa frammistöðu.

Þegar ég sat þarna í myrkrinu og tónlistin fór að spila sína villukennda tóna þá gat ég ekki annað en hugsað með mér hve margir Mr. Brooks ætli séu hér inni?!

Ég vill ekki gefa of mikið upp um myndina en sé ekkert annað í stöðunni en gefa 4 stjörnur fyrst ekki eru 5 mögulegar og óska öllum góðrar skemmtunar á þessu meistaraverki.



Kv. Gunnar H.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mr. Brooks inniheldur margar góðar og frumlegar hugmyndir sem hefðu getað lifað vel í góðri kvikmynd, hinsvegar þá var ekki farið vel með þessar hugmyndir að mínu mati, ég sá fyrir mér möguleikana sem myndin hafði blómstra en í staðinn þá var niðurstaðan á Mr. Brooks langt frá fullnægjandi. Ég var mjög sáttur með Kevin Costner, hann passaði nákvæmlega og var mjög góður í hlutverkinu og sama með William Hurt. Hugmyndin að Kevin Costner sé raðmorðingi sem hefur ímyndaðan vin sem talar við sig og hvetur sig að fremja morð er mjög merkileg hugmynd, en hún nær aldrei að komast á flug, mér fannst eins og það vantaði mun meira þegar myndin var búin. Það eru einnig býsna margir aukasöguþræðir sem gera voða lítið til þess að gera myndina neitt betri, aðallega þá komu þau í veg fyrir að aðalsöguþráðurinn kæmist á flug. Það er mögulega helsta vandamálið, allir þessir söguþræðir voru að skemma fyrir því sem skipti allra mestu máli, þar sem myndin heitir Mr. Brooks þá var ég vonast að myndin fjallaði meira um Mr. Brooks en hún gerði. Mér finnst einnig ótrúlegt hvernig tónlist getur haft svakaleg áhrif á kvikmynd, hvernig hún getur gert kvikmynd trúverðuga/ótrúverðuga, hvernig hún ræður yfir taktinum og bara hvernig tónlist getur gert kvikmynd betri. Tólistanotkunin í Mr. Brooks er ein sú allra versta sem ég hef séð í mörg ár, ekki aðeins var tónlistin frekar slæm nú þegar heldur var hún að engu leiti að passa við myndina og hún mun eldast verr en lyklaborðstónlist frá 1984. Það er skömm að svona slæm tónlist sé sköpuð fyrir kvikmynd því það var einn stór partur af ástæðunni að Mr. Brooks mistókst. Mr. Brooks er ekki ömurleg kvikmynd, möguleikarnir eru til staðar og ég fann fyrir þeim og margt var vel gert í myndinni en við lokin þá leið mér eins og ég hafi verið að horfa á fyrsta hlutann í sjónvarpsmynd (sem er skondið þar sem ég las að Mr. Brooks á að vera fyrsta myndin í þríleik). Þessi mynd er svo sannarlega mikil blanda af góðu og vondu en í heildinni þá get ég ekki gefið þessari mynd góða einkun, og miðað við nokkuð góða dóma sem myndin fær nú þegar þá verð ég að segja að hún eigi þá alls ekki skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.06.2022

Afhverju er raðmorðinginn í The Black Phone svona ógnvekjandi?

Flestar hrollvekjur þar sem raðmorðingjar koma við sögu eyða vanalega nokkru púðri í að segja einhverja hörmulega sögu af fortíð morðingjans sem getur þá útskýrt afhverju venjuleg manneskja getur breyst í skríms...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn