Mars Needs Moms (2011)
Mars Needs Mums
"Mom needs a little space."
Þrívíddarteiknimyndin Mars Needs Moms segir frá hinum níu ára gamla Milo, sem, eins og flestir níu ára gamlir strákar, á í stormasömu sambandi við móður sína, Lissu.
Bönnuð innan 7 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Þrívíddarteiknimyndin Mars Needs Moms segir frá hinum níu ára gamla Milo, sem, eins og flestir níu ára gamlir strákar, á í stormasömu sambandi við móður sína, Lissu. Hún er stöðugt að krefjast einhvers af honum, eins og að fara út með ruslið, borða grænmetið sitt, taka til, og annarra fáránlegra verkefna. Stundum vildi hann að hún væri bara ekki yfir höfuð á heimilinu. Það breytist þó snarlega þegar Milo verður vitni að því að geimskip lendir fyrir utan húsið og mömmu hans er rænt. Hann reynir að stöðva brottnámið en lendir sjálfur fyrir slysni í geimskipinu og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið fyrr en hann er lentur á plánetunni Mars. Þar hittir hann tæknimanninn Gribble, sem er afar vinalegur en nokkuð klaufskur maður, og ákveða þeir, í samvinnu við marsbúann Ki, að reyna að finna mömmu Milo og koma henni aftur til Jarðar, en það er meira en að segja það.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur























