Náðu í appið
Cold Souls

Cold Souls (2009)

"A soul searching comedy."

1 klst 41 mín2009

Paul, leikari sem er að búa sig undir hlutverk Vanya frænda í leikhúsi á Broadway, er þjakaður af lífsleiða.

Rotten Tomatoes75%
Metacritic69
Deila:
Cold Souls - Stikla
9 áraBönnuð innan 9 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Söguþráður

Paul, leikari sem er að búa sig undir hlutverk Vanya frænda í leikhúsi á Broadway, er þjakaður af lífsleiða. Umboðsmaður hans segir honum frá fyrirtæki þar sem hann getur sett sál sína í geymslu. Paul fer með sálina, en kemst að því að það að vera sálarlaus hjálpar honum hvorki sem leikara, né heldur í hjónabandinu. Hann fer því til baka og leigir sál rússnesks skálds í tvær vikur. Leikur hans batnar við þetta, en eiginkona sér á honum breytingu. Hann sér hluta af lífi sálarinnar sem hann leigði, og nú er hann þjakaður af sorg. Hann vill fá sína eigin sál aftur til baka. En það er ekki svo einfalt. Hún er í St. Petersburg í Rússlandi. Með hjálp Ninu, Rússa sem flytur sálir milli landa, þá ákveður hann að gera hvað hann getur að endurheimta sálina.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Sophie Barthes
Sophie BarthesLeikstjóri

Aðrar myndir

Gagnrýni notenda (1)

Góð mynd, tómur endir.

Þessi mynd kemur frá leikstjóranum Sophie Berthes sem er að leikstýra sína fyrstu mynd að fullri lengd, fyrir það gerði hún tvær stuttmyndir.Þetta er mjög fínt fyrir fyrsta mynd að ful...

Framleiðendur

Two Lane Pictures
Winner Arts
Journeyman PicturesUS
Touchy Feely FilmsUS
Memento Films ProductionFR
ARTE France CinémaFR