Buddy
1997
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 30. júní 1998
Welcome to a family that will make yours seem tame.
84 MÍNEnska
26% Critics Þetta er saga byggð á sönnum atburðum um fína frú og eiginmann hennar sem búa í stóru einbýlishúsi ásamt hópi af dýrum, þar á meðal simpansa apa, og dýrin eru alin upp eins og þau séu börnin þeirra. Þegar frúin finnur veikt górillubarn, þá ákveður hún að taka það að sér líka. Mörgum árum síðar, er górillan fullvaxin, og ræður ekki alveg... Lesa meira
Þetta er saga byggð á sönnum atburðum um fína frú og eiginmann hennar sem búa í stóru einbýlishúsi ásamt hópi af dýrum, þar á meðal simpansa apa, og dýrin eru alin upp eins og þau séu börnin þeirra. Þegar frúin finnur veikt górillubarn, þá ákveður hún að taka það að sér líka. Mörgum árum síðar, er górillan fullvaxin, og ræður ekki alveg við það hvað hún er sterk. Samt sem áður er górillan hrifin af eiganda sínum og sýnir henni ástúð, og hlýðir henni í einu og öllu. Það breytist hinsvegar þegar frúnni er boðið að sýna górilluna og simpansana á heimssýningunni í Chicago. Górillan sleppur þar út fyrir slysni og veldur hræðslu á sýningunni. Eftir það verður hún fýlugjörn og lætur verr að stjórn, þar til hún ræðst á eiganda sinn í dýrslegri bræði. ... minna