Blood in the Mobile
2010
(Blóðgemsar)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 29. janúar 2011
82 MÍNFranska
100% Critics Málmar frá Kongó eru notaðir í framleiðslu á farsímum. Á síðustu 15 árum hafa fimm milljón manns látist í borgarastyrjöld í landinu og SÞ hefur staðfest að tengsl séu á milli styrjaldarinnar og málmiðnaðarins. Danski heimildamyndagerðarmaðurinn Frank Poulsen hefur slæma samvisku vegna þess og vill ekki senda eiginkonu sinni SMS ef það þýðir að... Lesa meira
Málmar frá Kongó eru notaðir í framleiðslu á farsímum. Á síðustu 15 árum hafa fimm milljón manns látist í borgarastyrjöld í landinu og SÞ hefur staðfest að tengsl séu á milli styrjaldarinnar og málmiðnaðarins. Danski heimildamyndagerðarmaðurinn Frank Poulsen hefur slæma samvisku vegna þess og vill ekki senda eiginkonu sinni SMS ef það þýðir að það kosti mannslíf í Kongó. Hann bankar upp á hjá einum stærsta farsímaframleiðanda í heimi, NOKIA, til að spyrja þá út í málið en fær engin svör. Fyrirtækið gortar sig af því að taka samfélagslega ábyrgð en getur samt ekki staðfest að þeir noti aldrei málma frá Kongó. Poulsen gerir sér grein fyrir því að hann sem neytandi heldur lífinu í þessum viðskiptum og ákveður að ferðast til þorpsins Walikale og í hina óaðgengilegu og hættulegu námu Bisie í Kongó. Þangað fær enginn að koma en í námunni vinna börn og unglingar við uppgröft á tin oxíði (tinstone). Á ferð sinni afhjúpar hann hver hagnast á þessu.... minna