Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Elskaði fyrri hlutann, ekki þann seinni
Að horfa á þessa mynd er eins og að deita virkilega töff, fyndna og öðruvísi stelpu sem fangar strax athygli sína. Þú nýtur hverrar einustu mínútu með henni og ert jafnvel byrjaður að elska hana fullsnemma án þess að þora að segja það upphátt. Síðan eftir smátíma kemur í ljós virkilega leiðinlegur galli sem breytir hér um bil öllu áliti þínu á henni. Umhyggjan deyr skyndilega og eftir stendur rosalega góð minning sem er samt ekki það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú hugsar um hana. Þannig er hún Hanna mín, og ég á bágt með að jafna mig á því hvernig hlutirnir enduðu hjá okkur miðað við þessa fullkomnu byrjun.
Áður en menn fara að halda að eitthvað við þessa mynd hafi hreinlega kramið hjartað í mér þá vil ég fyrst segja að ég hika ekki við að mæla með henni, enda líkaði mér mjög vel við hana. Efnislega séð er ekki margt nýtt í boði hérna, en það er ljóst að leikstjórinn (sem er hinn gríðarlega fjölhæfi Joe Wright - leikstjóri tveggja prýðilegra búningamynda) viti það. Í staðinn eru helstu styrkleikar þessarar myndar alveg skothelt handrit með hnyttnum samtölum, öflugar frammistöður og stílbrögð sem auglýsa sig svakalega en eru engu að síður svo töff að þú getur ekki annað en fests við skjáinn.
Kvikmyndatakan og klippingin setja svo flottan svip á myndina og með hjálp frá rafmagnaðri tónlist frá Chemical (fyrrum Dust...) Brothers öðlast hún einkennilegan stíl sem gerir hana ótrúlega ferska og stöðugt athyglisverða (Danny Boyle yrði mjög sáttur). Miðað við þessa lýsingu mætti halda að þetta væri býsna hefðbundið stílflipp nema bestu kostirnir við meðhöndlunina hér er sú að klippingin er alltaf í takt við keyrslu eða tilfinningar sögunnar, og myndatakan er oftar en ekki kyrrstæð eða með gott flæði á hreyfingunni, í stað þess að vera með endalaust böggandi hristing. Kamerumaðurinn (sem reyndar hefur unnið með Boyle) náði allavega hafa öðlast frá mér jafnmikla hrifningu og unga aðalleikkonan. Einna töku skotið sem endar á því að Eric Bana lemur nokkra gaura í klessu er þess hróss virði eitt og sér.
Myndin er alveg meiriháttar í fyrri hluta. Ég myndi kalla hana skylduáhorf ef hún hefði haldið þessum dampi út alla lengdina. Það er samt erfitt að vita hvort þetta sé meira handritinu eða leikstjórninni að kenna en myndin missir alveg mikla orku þegar líður að lokaþriðjungnum, nánast svo mikið að hún veldur hreinlega bara vonbrigðum í lokin. Manni fer líka að standa sífellt meira á sama um persónurnar og aðstæður um leið og fleiri svör fara að koma í ljós. Hata þegar það gerist!
Verst er samt hvað öll heildin fer mikið sígandi því lengra sem líður á seinni hlutann. Það er t.d. vegna þess að þér líður allan tímann eins og eitthvað meira sé verið að byggja upp heldur en við fáum. Myndin fer það vel af stað að það er ómögulegt að búast við öðru, og þar að auki hefur hún eiginlega engan söguþráð svo maður býst frekar við einhvers konar sturlaðri persónusköpun eða skilaboðum sem við síðan fáum ekki. Alveg eins og titilpersónan þá er myndin bara köld og undarlega tilfinningalaus þegar uppi er staðið, en samt aldrei nokkurn tímann leiðinleg eða nálægt því.
Leikararnir eru allir mjög góðir og uppfylla öll skilyrði sín vandlega og af áhuga, en það er kannski ekki við öðru að búast frá manni sem er þekktur fyrir vel leiknar dramamyndir. Saoirse Ronan er sjálf fullkomin í titilhlutverkið og það er ekki stakasta mínúta í allri myndinni þar sem þú kaupir hana ekki sem stórhættulegan morðingja. Eric Bana, sem tekst alltaf að vera jafn viðkunnanlegur í mínum augum, gerir sinni rullu góð skil og fær aukastig fyrir sannfærandi og á köflum eitursvalar barsmíðar. Það tekur að vísu smá tíma að venjast því að heyra ástralann tala með þýskum hreim. Svipað á við um Cate Blanchett. Hún er auðvitað æðisleg leikkona og allt það, en það er óneitanlega skrítið að heyra hana tala með suðurríkjahreim. Sá leikari sem skildi einna mest eftir sig reyndist þó vera Tom Hollander. Ímyndið ykkur drullusokkinn sem hann lék í Pirates-myndunum ef David Lynch eða Wim Wenders hefði leikstýrt senunum hans. Það er eitthvað svo óttalega truflandi við hans nærveru þrátt fyrir að hann geri mjög lítið. Lagið sem fylgir honum neitar líka að fara úr heilanum mínum.
Það er svo margt við Hönnu sem hægt er að elska. Hún er skemmtileg, fersk, "edgy" og með dúndrandi takt sem mætti finnast oftar í svona myndum. Þessi orka sem hún keyrir á er næstum því aðdáunarverð en um leið og kemur í ljós að myndin fjallar í rauninni ekki um neitt fer spilaborgin hægt og rólega að falla. Ekki alveg samt, en góður hluti af henni. Einhver skilaboð eða persónuleg tengsl við innihaldið hefðu getað skipt svo miklu en á endanum get ég bara gefið myndinni létt meðmæli, í staðinn fyrir þau grjóthörðu sem ég hélt á tímabili að hún myndi fá.
7/10
Og já, fyrir ykkur sem hafa pælt í því jafn mikið og ég, þá er nafn aðalleikonunnar borið fram SHEER-Shuh. Óskiljanlegt, ég veit.
Að horfa á þessa mynd er eins og að deita virkilega töff, fyndna og öðruvísi stelpu sem fangar strax athygli sína. Þú nýtur hverrar einustu mínútu með henni og ert jafnvel byrjaður að elska hana fullsnemma án þess að þora að segja það upphátt. Síðan eftir smátíma kemur í ljós virkilega leiðinlegur galli sem breytir hér um bil öllu áliti þínu á henni. Umhyggjan deyr skyndilega og eftir stendur rosalega góð minning sem er samt ekki það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú hugsar um hana. Þannig er hún Hanna mín, og ég á bágt með að jafna mig á því hvernig hlutirnir enduðu hjá okkur miðað við þessa fullkomnu byrjun.
Áður en menn fara að halda að eitthvað við þessa mynd hafi hreinlega kramið hjartað í mér þá vil ég fyrst segja að ég hika ekki við að mæla með henni, enda líkaði mér mjög vel við hana. Efnislega séð er ekki margt nýtt í boði hérna, en það er ljóst að leikstjórinn (sem er hinn gríðarlega fjölhæfi Joe Wright - leikstjóri tveggja prýðilegra búningamynda) viti það. Í staðinn eru helstu styrkleikar þessarar myndar alveg skothelt handrit með hnyttnum samtölum, öflugar frammistöður og stílbrögð sem auglýsa sig svakalega en eru engu að síður svo töff að þú getur ekki annað en fests við skjáinn.
Kvikmyndatakan og klippingin setja svo flottan svip á myndina og með hjálp frá rafmagnaðri tónlist frá Chemical (fyrrum Dust...) Brothers öðlast hún einkennilegan stíl sem gerir hana ótrúlega ferska og stöðugt athyglisverða (Danny Boyle yrði mjög sáttur). Miðað við þessa lýsingu mætti halda að þetta væri býsna hefðbundið stílflipp nema bestu kostirnir við meðhöndlunina hér er sú að klippingin er alltaf í takt við keyrslu eða tilfinningar sögunnar, og myndatakan er oftar en ekki kyrrstæð eða með gott flæði á hreyfingunni, í stað þess að vera með endalaust böggandi hristing. Kamerumaðurinn (sem reyndar hefur unnið með Boyle) náði allavega hafa öðlast frá mér jafnmikla hrifningu og unga aðalleikkonan. Einna töku skotið sem endar á því að Eric Bana lemur nokkra gaura í klessu er þess hróss virði eitt og sér.
Myndin er alveg meiriháttar í fyrri hluta. Ég myndi kalla hana skylduáhorf ef hún hefði haldið þessum dampi út alla lengdina. Það er samt erfitt að vita hvort þetta sé meira handritinu eða leikstjórninni að kenna en myndin missir alveg mikla orku þegar líður að lokaþriðjungnum, nánast svo mikið að hún veldur hreinlega bara vonbrigðum í lokin. Manni fer líka að standa sífellt meira á sama um persónurnar og aðstæður um leið og fleiri svör fara að koma í ljós. Hata þegar það gerist!
Verst er samt hvað öll heildin fer mikið sígandi því lengra sem líður á seinni hlutann. Það er t.d. vegna þess að þér líður allan tímann eins og eitthvað meira sé verið að byggja upp heldur en við fáum. Myndin fer það vel af stað að það er ómögulegt að búast við öðru, og þar að auki hefur hún eiginlega engan söguþráð svo maður býst frekar við einhvers konar sturlaðri persónusköpun eða skilaboðum sem við síðan fáum ekki. Alveg eins og titilpersónan þá er myndin bara köld og undarlega tilfinningalaus þegar uppi er staðið, en samt aldrei nokkurn tímann leiðinleg eða nálægt því.
Leikararnir eru allir mjög góðir og uppfylla öll skilyrði sín vandlega og af áhuga, en það er kannski ekki við öðru að búast frá manni sem er þekktur fyrir vel leiknar dramamyndir. Saoirse Ronan er sjálf fullkomin í titilhlutverkið og það er ekki stakasta mínúta í allri myndinni þar sem þú kaupir hana ekki sem stórhættulegan morðingja. Eric Bana, sem tekst alltaf að vera jafn viðkunnanlegur í mínum augum, gerir sinni rullu góð skil og fær aukastig fyrir sannfærandi og á köflum eitursvalar barsmíðar. Það tekur að vísu smá tíma að venjast því að heyra ástralann tala með þýskum hreim. Svipað á við um Cate Blanchett. Hún er auðvitað æðisleg leikkona og allt það, en það er óneitanlega skrítið að heyra hana tala með suðurríkjahreim. Sá leikari sem skildi einna mest eftir sig reyndist þó vera Tom Hollander. Ímyndið ykkur drullusokkinn sem hann lék í Pirates-myndunum ef David Lynch eða Wim Wenders hefði leikstýrt senunum hans. Það er eitthvað svo óttalega truflandi við hans nærveru þrátt fyrir að hann geri mjög lítið. Lagið sem fylgir honum neitar líka að fara úr heilanum mínum.
Það er svo margt við Hönnu sem hægt er að elska. Hún er skemmtileg, fersk, "edgy" og með dúndrandi takt sem mætti finnast oftar í svona myndum. Þessi orka sem hún keyrir á er næstum því aðdáunarverð en um leið og kemur í ljós að myndin fjallar í rauninni ekki um neitt fer spilaborgin hægt og rólega að falla. Ekki alveg samt, en góður hluti af henni. Einhver skilaboð eða persónuleg tengsl við innihaldið hefðu getað skipt svo miklu en á endanum get ég bara gefið myndinni létt meðmæli, í staðinn fyrir þau grjóthörðu sem ég hélt á tímabili að hún myndi fá.
7/10
Og já, fyrir ykkur sem hafa pælt í því jafn mikið og ég, þá er nafn aðalleikonunnar borið fram SHEER-Shuh. Óskiljanlegt, ég veit.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Focus Features
Kostaði
$750
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
20. apríl 2011
Útgefin:
15. september 2011