Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Heillandi Woody Allen-steik
Midnight in Paris er klárlega ein af betri myndum seinasta árs. Myndin er skemmtilega létt, ljúf og afar heillandi. Fyrst og fremst er handritið algjör snilld frá upphafi til enda þar sem það eyðir engum tíma í óþarfar útskýringar og er fyrst og fremst bara skemmtilegt út í gegn. Svo er myndin pökkuð frábærum leikurum sem eru ekki að gefa neinar þungavigtsframmistöður heldur eru bara að skemmta sér og áhorfendum. Sérstakt uppáhald er hinn sérvitri Paul, skemmtilega leikinn af Michael Sheen (eða Tony Blair, eins og ég kalla hann einfaldlega).
Mér hefur alltaf þótt Owen Wilson vera frábær leikari. Hann er bara svo skemmtilegur og minnir mig mikið á Paul Rudd. Það er bara ómögulegt að líka illa við þessa tvo. Owen Wilson stendur sig vel og á nokkur mjög fyndin augnablik. Eins og maður býst við af Woody Allen-mynd er hún algjör steik og þá meira en venjulega. Þrátt fyrir það er sagan líka mjög jarðbundin miðað við absúrd plottið. Marion Cotillard heldur áfram að sýna að hún er ein besta leikkonan í bransanum í dag og allir aðrir aukaleikarar eru líka til fyrirmyndar.
Það er eitthvað svo hrikalega heillandi við þessa mynd. Hún er nokkuð einföld og stutt og mig langar strax að sjá hana aftur! Hún hefur líka frekar áhugaverð skilaboð, þótt þau séu ekkert frumleg né ný, sem er ekkert lúmskt komið til skila. Hún gæti verið aðeins fyrirsjáanleg en ég fyrirgaf næstum alla smávægilega galla bara vegna þess hversu skemmtileg hún var. Sannkölluð feel-good mynd ársins.
8/10
Midnight in Paris er klárlega ein af betri myndum seinasta árs. Myndin er skemmtilega létt, ljúf og afar heillandi. Fyrst og fremst er handritið algjör snilld frá upphafi til enda þar sem það eyðir engum tíma í óþarfar útskýringar og er fyrst og fremst bara skemmtilegt út í gegn. Svo er myndin pökkuð frábærum leikurum sem eru ekki að gefa neinar þungavigtsframmistöður heldur eru bara að skemmta sér og áhorfendum. Sérstakt uppáhald er hinn sérvitri Paul, skemmtilega leikinn af Michael Sheen (eða Tony Blair, eins og ég kalla hann einfaldlega).
Mér hefur alltaf þótt Owen Wilson vera frábær leikari. Hann er bara svo skemmtilegur og minnir mig mikið á Paul Rudd. Það er bara ómögulegt að líka illa við þessa tvo. Owen Wilson stendur sig vel og á nokkur mjög fyndin augnablik. Eins og maður býst við af Woody Allen-mynd er hún algjör steik og þá meira en venjulega. Þrátt fyrir það er sagan líka mjög jarðbundin miðað við absúrd plottið. Marion Cotillard heldur áfram að sýna að hún er ein besta leikkonan í bransanum í dag og allir aðrir aukaleikarar eru líka til fyrirmyndar.
Það er eitthvað svo hrikalega heillandi við þessa mynd. Hún er nokkuð einföld og stutt og mig langar strax að sjá hana aftur! Hún hefur líka frekar áhugaverð skilaboð, þótt þau séu ekkert frumleg né ný, sem er ekkert lúmskt komið til skila. Hún gæti verið aðeins fyrirsjáanleg en ég fyrirgaf næstum alla smávægilega galla bara vegna þess hversu skemmtileg hún var. Sannkölluð feel-good mynd ársins.
8/10
Allen á góðum degi
Woody Allen hefur í gegnum áratugina verið maður sem fólk annað hvort dýrkar eða hreinlega þolir ekki, en það eru svosem engar nýjar upplýsingar. Ég hef alltaf verið lúmskur aðdáandi þó svo að það sé vafalaust hægt að saka manninn um að sækja aðeins of oft í gömlu vinnubrögð sín, einhæfan stíl og þar að auki kemur hann aldrei með neitt brakandi ferskt nema með margra ára millibili. Ég hef ekki séð margar slæmar myndir eftir hann (og þetta kemur frá manni sem hefur séð þær flestallar) en síðustu tvo áratugi hafa þær ekki verið nema skítsæmilegar oftast, eða í besta falli fínar, með kannski nokkrum framúrskarandi myndum inn á milli. En bara nokkrum.
Midnight in Paris er pottþétt langbesta myndin frá þessum manni síðan hann gerði Match Point árið 2005 og fyrsta myndin hans í mörg ár sem ég myndi vilja horfa á oftar en einu sinni. Hún er heillandi, fyndin, skörp, yndislega furðuleg og skemmtileg út í gegn. Hún sýnir hversu góður penni Allen getur verið þegar hann fær loksins nýja og skemmtilega hugmynd. Hérna höfum við mynd sem er á yfirborðinu tímaflakksfantasía en eyðir engu púðri í að velta sér upp úr henni. Lögmálin eru aldrei útskýrð, sem er soddan snilld. Sagan veit hverjar þemurnar eru og er tímaflakk einungis notað sem bakgrunnur. Ekta Allen-steik, hvað annað?
Leikararnir eru allir ómótstæðilegir (já, allir! Að telja þá upp tæki alltof langan tíma) og hinn einfaldi, dæmigerði tökustíll leikstjórans hentar Parísarumhverfinu glæsilega, enda er borgin nánast gerð að sérstæðum karakter. Ef þú ert báðum áttum með hvort þú eigir að kíkja til borgarinnar eða ekki, þá er ég nokkuð viss um að þessi mynd hjálpi ákvörðun þinni.
Það er spurning hvernig myndin hittir í mark hjá þeim sem eru ekki Allen-aðdáendur/þolendur en þeir sem kunna að meta bjartar, viðkunnanlegar og heldur óvenjulegar ævintýrasögur - ef svo má að orði komast - eiga alveg erindi inn á þessa. Skilaboð myndarinnar eru reyndar afskaplega augljós og áttar maður sig aðeins of fljótt á því hvað hún er að reyna að segja. Burtséð frá því mæli ég eindregið með henni og geng jafnvel svo langt að kalla þetta eina af þeim betri sem ég hef séð á öllu árinu.
8/10
Woody Allen hefur í gegnum áratugina verið maður sem fólk annað hvort dýrkar eða hreinlega þolir ekki, en það eru svosem engar nýjar upplýsingar. Ég hef alltaf verið lúmskur aðdáandi þó svo að það sé vafalaust hægt að saka manninn um að sækja aðeins of oft í gömlu vinnubrögð sín, einhæfan stíl og þar að auki kemur hann aldrei með neitt brakandi ferskt nema með margra ára millibili. Ég hef ekki séð margar slæmar myndir eftir hann (og þetta kemur frá manni sem hefur séð þær flestallar) en síðustu tvo áratugi hafa þær ekki verið nema skítsæmilegar oftast, eða í besta falli fínar, með kannski nokkrum framúrskarandi myndum inn á milli. En bara nokkrum.
Midnight in Paris er pottþétt langbesta myndin frá þessum manni síðan hann gerði Match Point árið 2005 og fyrsta myndin hans í mörg ár sem ég myndi vilja horfa á oftar en einu sinni. Hún er heillandi, fyndin, skörp, yndislega furðuleg og skemmtileg út í gegn. Hún sýnir hversu góður penni Allen getur verið þegar hann fær loksins nýja og skemmtilega hugmynd. Hérna höfum við mynd sem er á yfirborðinu tímaflakksfantasía en eyðir engu púðri í að velta sér upp úr henni. Lögmálin eru aldrei útskýrð, sem er soddan snilld. Sagan veit hverjar þemurnar eru og er tímaflakk einungis notað sem bakgrunnur. Ekta Allen-steik, hvað annað?
Leikararnir eru allir ómótstæðilegir (já, allir! Að telja þá upp tæki alltof langan tíma) og hinn einfaldi, dæmigerði tökustíll leikstjórans hentar Parísarumhverfinu glæsilega, enda er borgin nánast gerð að sérstæðum karakter. Ef þú ert báðum áttum með hvort þú eigir að kíkja til borgarinnar eða ekki, þá er ég nokkuð viss um að þessi mynd hjálpi ákvörðun þinni.
Það er spurning hvernig myndin hittir í mark hjá þeim sem eru ekki Allen-aðdáendur/þolendur en þeir sem kunna að meta bjartar, viðkunnanlegar og heldur óvenjulegar ævintýrasögur - ef svo má að orði komast - eiga alveg erindi inn á þessa. Skilaboð myndarinnar eru reyndar afskaplega augljós og áttar maður sig aðeins of fljótt á því hvað hún er að reyna að segja. Burtséð frá því mæli ég eindregið með henni og geng jafnvel svo langt að kalla þetta eina af þeim betri sem ég hef séð á öllu árinu.
8/10
Létt og hugljúf
Midnight in Paris er önnur kvikmynd Woody Allens í röð sem gerist í Evrópu en sú fyrsta Vicky Christina Barcelona sló í gegn fyrir nokkrum árum. Nú er sú þriðja sem gerist í Róm í framleiðslu og væntanleg á næsta ári.
Midnight in Paris fjallar um ungan mann Gil (Owen Wilson) kalifornískan handritshöfund sem dreymir um að verða rithöfundur og búa í París. Í myndinni fer hann með unnustu sinni og foreldrum hennar í frí til Parísar. Tengdaforeldrarnir og unnustan eru snobbuð og leiðinleg og skilja ekki hvað Gil er hrifin af sögu Parísar, göngum í rigningunni og listmönnunum sem bjuggu þar á 3. áratugnum.
Eitt kvöldið er hann búinn að fá sér aðeins í glas og ákveður að rölta einn um París. Á miðnætti slær klukka og þá birtist fornbíll sem fer einhvern veginn með hann til Parísar á 3. áratugnum þar sem hann kynnist Hemingway, F. Scott Fitzgerald, Dalí, Picasso og fleirum. En Gil þarf að læra að kunna að meta sinn nútíma en ekki lifa í nostalgíu.
Myndin er mjög skemmtileg, sérstaklega ef að maður þekkir persónur 3. áratugarins sem Gil hittir. Húmorinn er góður þó að einstaka "cheap laughs" komi fyrir. Stjörnuleikarahópurinn er æðislegur, þar fannst mér Michael Sheen sérstaklega skemmtilegur sem aukapersóna.
Myndin er ekki gallalaus, ef maður hefur búið í París þá er þreytandi að sjá 90 mínútna mynd nota nærri 10 mínútur í að sýna manni borgina með tónlist í byrjun. En það hafa einhverjir sjálfsagt gaman af því. Hún er líka ansi stutt og maður vildi einhvern veginn sjá meira þegar henni lauk.
Myndin er ekki frumleg, Woody Allen býr ekki til nema örfáar skáldaðar persónur sem eru ansi staðlaðar, en maður fyrirgefur honum það auðveldlega.
Það hefur verið rætt um það hvort að Woody Allen vilji fá starf hjá ferðamálastofnun Evrópu vegna þess hve margar myndir hann er að gera þar um túrista en honum tekst alla vegana að gera myndirnar sínar sem gerast þar mjög vel.
Ég mæli með Midnight in Paris fyrir aðdáendur Woody Allen og "the roaring twenties". Myndin er ekki fullkomin en voða ljúf.
Midnight in Paris er önnur kvikmynd Woody Allens í röð sem gerist í Evrópu en sú fyrsta Vicky Christina Barcelona sló í gegn fyrir nokkrum árum. Nú er sú þriðja sem gerist í Róm í framleiðslu og væntanleg á næsta ári.
Midnight in Paris fjallar um ungan mann Gil (Owen Wilson) kalifornískan handritshöfund sem dreymir um að verða rithöfundur og búa í París. Í myndinni fer hann með unnustu sinni og foreldrum hennar í frí til Parísar. Tengdaforeldrarnir og unnustan eru snobbuð og leiðinleg og skilja ekki hvað Gil er hrifin af sögu Parísar, göngum í rigningunni og listmönnunum sem bjuggu þar á 3. áratugnum.
Eitt kvöldið er hann búinn að fá sér aðeins í glas og ákveður að rölta einn um París. Á miðnætti slær klukka og þá birtist fornbíll sem fer einhvern veginn með hann til Parísar á 3. áratugnum þar sem hann kynnist Hemingway, F. Scott Fitzgerald, Dalí, Picasso og fleirum. En Gil þarf að læra að kunna að meta sinn nútíma en ekki lifa í nostalgíu.
Myndin er mjög skemmtileg, sérstaklega ef að maður þekkir persónur 3. áratugarins sem Gil hittir. Húmorinn er góður þó að einstaka "cheap laughs" komi fyrir. Stjörnuleikarahópurinn er æðislegur, þar fannst mér Michael Sheen sérstaklega skemmtilegur sem aukapersóna.
Myndin er ekki gallalaus, ef maður hefur búið í París þá er þreytandi að sjá 90 mínútna mynd nota nærri 10 mínútur í að sýna manni borgina með tónlist í byrjun. En það hafa einhverjir sjálfsagt gaman af því. Hún er líka ansi stutt og maður vildi einhvern veginn sjá meira þegar henni lauk.
Myndin er ekki frumleg, Woody Allen býr ekki til nema örfáar skáldaðar persónur sem eru ansi staðlaðar, en maður fyrirgefur honum það auðveldlega.
Það hefur verið rætt um það hvort að Woody Allen vilji fá starf hjá ferðamálastofnun Evrópu vegna þess hve margar myndir hann er að gera þar um túrista en honum tekst alla vegana að gera myndirnar sínar sem gerast þar mjög vel.
Ég mæli með Midnight in Paris fyrir aðdáendur Woody Allen og "the roaring twenties". Myndin er ekki fullkomin en voða ljúf.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$17.000.000
Tekjur
$151.119.219
Vefsíða:
www.sonyclassics.com/midnightinparis
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
14. október 2011
Útgefin:
19. janúar 2012