Hugh Hefner: Playboy, Activist and Rebel (2009)
"The Hugh Hefner story"
Hér er á ferðinni afhjúpandi heimildarmynd um hinn lífsglaða, fræga, jafnvel alræmda stofnanda Playboy-veldisins, en fortíð hans og uppgangur sem eigandi Playoby og talsmaður þess...
Bönnuð innan 16 ára
KynlífSöguþráður
Hér er á ferðinni afhjúpandi heimildarmynd um hinn lífsglaða, fræga, jafnvel alræmda stofnanda Playboy-veldisins, en fortíð hans og uppgangur sem eigandi Playoby og talsmaður þess lífstíls sem Playboy boðar er þyrnum stráð eins og kemur fram í þessari mynd. Á sínum yngri árum barðist Hefner við yfirvöld, ofsatrúaða hægrimenn og feminista sem voru á móti því sem hann stóð fyrir. Í gegnum viðtöl við fólk sem þekkir hann, áhrifafólk af ýmsum tímum og frá ýmsum stöðum samfélagsins og upptökur af honum sjálfum í gegnum árin er ljósi varpað á mann sem eltist við hið umdeilda og upphaf það jafnvel á meðan aðrir myndu reyna að forðast það. En hefur eitthvað af því sem hann stóð fyrir orðið til góðs? Svarið gæti komið á óvart.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar






