Náðu í appið
Hugo

Hugo (2011)

"Leyfðu þér að dreyma ..."

2 klst 6 mín2011

Hugo er í senn ævintýri og sönn saga.

Rotten Tomatoes93%
Metacritic83
Deila:
7 áraBönnuð innan 7 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Söguþráður

Hugo er í senn ævintýri og sönn saga. Hún er nokkurs konar óður Martins til kvikmyndalistarinnar, óður sem sækir innblástur í hans eigin ævisögu og byggir á raunverulegum persónum þótt umgjörðin í myndinni sé auðvitað stílfærð. Myndin dregur nafn sitt af 11 ára gömlum dreng, Hugo, sem er nýlega orðinn munaðarlaus og felur sig í lestarstöð í París á fjórða áratug síðustu aldar. Þar hnuplar hann sér mat um leið og hann heldur öllum klukkum stöðvarinnar gangandi og hárréttum því sjálfvirk gangverk eins og þau sem klukkur eru gerðar úr eru hans aðaláhugamál. Þegar Hugo kynnist leikfangasmiðnum Georges Melies má segja að líf hans fái nýjan grundvöll, enda er Georges þessi sérfræðingur í sjálfvirkum gangverkum. Og ævintýrið er rétt að byrja ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

GK FilmsGB
Infinitum NihilUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til11 Óskarsverðlauna

Gagnrýni notenda (1)

Stórkostleg ævintýramynd frá Scorsese

Martin Scorsese þarf ekki að kynna. Þetta er einhver virtasti núverandi leikstjóri og hefur hann komið með frábæra mynd hverja á eftir annarri og má þar nefna The Departed, Taxi Driver, Ca...