Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Hugo 2011

Justwatch

Frumsýnd: 10. febrúar 2012

Leyfðu þér að dreyma ...

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
Tilnefnd til11 Óskarsverðlauna

Hugo er í senn ævintýri og sönn saga. Hún er nokkurs konar óður Martins til kvikmyndalistarinnar, óður sem sækir innblástur í hans eigin ævisögu og byggir á raunverulegum persónum þótt umgjörðin í myndinni sé auðvitað stílfærð. Myndin dregur nafn sitt af 11 ára gömlum dreng, Hugo, sem er nýlega orðinn munaðarlaus og felur sig í lestarstöð í París... Lesa meira

Hugo er í senn ævintýri og sönn saga. Hún er nokkurs konar óður Martins til kvikmyndalistarinnar, óður sem sækir innblástur í hans eigin ævisögu og byggir á raunverulegum persónum þótt umgjörðin í myndinni sé auðvitað stílfærð. Myndin dregur nafn sitt af 11 ára gömlum dreng, Hugo, sem er nýlega orðinn munaðarlaus og felur sig í lestarstöð í París á fjórða áratug síðustu aldar. Þar hnuplar hann sér mat um leið og hann heldur öllum klukkum stöðvarinnar gangandi og hárréttum því sjálfvirk gangverk eins og þau sem klukkur eru gerðar úr eru hans aðaláhugamál. Þegar Hugo kynnist leikfangasmiðnum Georges Melies má segja að líf hans fái nýjan grundvöll, enda er Georges þessi sérfræðingur í sjálfvirkum gangverkum. Og ævintýrið er rétt að byrja ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Stórkostleg ævintýramynd frá Scorsese
Martin Scorsese þarf ekki að kynna. Þetta er einhver virtasti núverandi leikstjóri og hefur hann komið með frábæra mynd hverja á eftir annarri og má þar nefna The Departed, Taxi Driver, Casino, Raging Bull, Goodfellas, Mean Streets, The Aviator og síðan Shutter Island frá árinu 2010. Hugo er ólíkt nær öllu öðru sem hann hefur gert. Fjölskyldumynd er ekki það sem manni dettur í hug þegar maður hugsar um Scorsese. En þrátt fyrir litla reynslu úr þessum geira þá gerir hann hér stórkostlega mynd og sýnir enn of aftur af hverju hann er frábær leikstjóri.

Hugo er ekki aðeins ein besta fantasíu-/fjölskyldumynd sem hefur komið út í nokkur ár, heldur er hún einnig besta myndin frá 2011. Allt við hana er óaðfinnanlegt. Leikurinn, leikstjórnin, útlitið, sagan, tækniatriðin, þrívíddin og karakterarnir; allt er þetta nánast fullkomið. Myndin sýnir svo mikla virðingu til alls sem gerist í myndinni, hvort sem það er sagan, aukakarakterar eða bara til kvikmynda yfir höfuð. Þar að auki er þetta líka rosalega óvenjuleg fjölskyldumynd þegar kemur að söguþræðinum, þ.e.a.s. hversu mikið hún er fyrir fullorðna (þó börnum muni alls ekki leiðast yfir henni) og hversu dýr hún er ($150 milljónnir).

Þetta er ekki eina myndin frá 2011 sem sýndi ótrúlega mikla ást til hljóðlausu myndanna frá fyrstu áratugum síðustu aldar. Franska myndin The Artist hafði líka sinn skerf af nostalgíu, enda mynd sem er eins og myndirnar frá þessum tíma. En jafnvel þótt mér fannst The Artist vera frábær þá er Hugo betri. Hún hefur sterkari sögu og miklu meiri ást gagnvart því sem hún er að sýna. Fyndið samt að þær tvær séu í mestu samkeppninni yfir Óskarnum í ár. En á meðan The Artist sýndi ást til alls geirans sem var á þessum tíma þá einbeitir Hugo sér að einum stærsta frumkvöðli þessa tíma: Georges Méliés. Sá maður opnaði nýjar leiðir hvernig til kvikmyndagerðar og það er ótrúlegt hvernig hann gerði suma hluti. Þetta er maður sem gerði myndir eins og hina íkonísku A Trip To The Moon. Það er auðvelt að segja að kvikmyndanördar munu eiga auðvelt með að elska þessa mynd. Það er líka svolítið skemmtilegt að myndin er um einn fyrsta tæknimeistara kvikmyndanna og notar svo sjálf eina af nýjstu tækninýjungum okkar tíma við hana (þ.e.a.s. nýja 3D tæknin)

Allir leikararnir eru frábærir. Asa Butterfield er traustur sem titilkarakterinn. Sumt fólk mun áreiðanlega kalla frammistöðu hans væmna, en vegna frammistöðu hans og baksögu karaktersins fannst mér hann negla þetta. Chloë Moretz er fín í sínu hlutverki og það er frábært að hún sé að reyna strax að sýna að hún sé fjölbreytileg leikkona. Hún hefur til dæmis áður leikið “ofurhetju” sem er óhrædd við allt sem stendur á vegi hennar í Kick-Ass, mannlega vampíru í Let Me In og núna bókarorm frá 1931 sem er ekki ósvipuð Hermione úr elstu Harry Potter myndunum. Ben Kingsley er líka sterkur í myndinni og ég hef aldrei séð Sacha Baron Cohen (sem skartar myndarlegri mottu heldur en Borat) eins góðan, en hann er “illmenni” kvikmyndarinnar, sem nær þó samt að vera elskulegur. Þar að auki er fullt af öðrum leikurum sem gera mikið fyrir karakterinn sinn eins og Helen McCroy, Richard Griffiths, Frances de la Tour (þau þrjú voru öll í Harry Potter), Jude Law, Emily Mortimer, Christopher Lee og svo auðvitað Michael Stuhlbarg sem stelur öllum senunum sem hann er í.

Tæknivinnan er líka frábær enda er myndin vel tekin upp, vel klippt, tæknibrellurnar eru góðar og hún inniheldur æðislega þrívídd. Oftast er 3D ekki þess virði að borga aukalega fyrir, en þessi mynd er undantekning. Ég hef ekki séð þessa tækni verið eins vel notaða síðan myndir eins og Avatar og How To Train Your Dragon komu úr fyrir um það bil tveimur árum. Scorsese skilur hvernig þessi tækni virkar og hvernig má nota hana og er niðurstaðan stórkostleg. Tónlistin frá Howard Shore er þar að auki ein sú besta frá árinu og æðislega “frönsk”. Útlitið á myndinni og búningarnir eru líka fullkomin.

Húmorinn er líka góður en hann skiptist frá góðu “slap-stick”, til eitthvers vandræðalegs til eitthvað sem hægt er kalla sætt. Spennan á tímapunkti er frábær, handritið er vel meðhöndlað og ég hef sjaldan séð mynd frá þessum leikstjóra sem er eins persónuleg og þessi. Martin Scorsese sýnir með þessari mynd ekki einungis að hann er einn besti leikstjóri allra tíma heldur líka að hann elskar kvikmyndir jafn mikið og aðrir kvikmyndaaðdáðendur elska hann. Mér líður næstum því illa að geta ekki gefið henni fullt hús stiga en hún var ekki alveg það góð, því miður.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.12.2021

Hvað er raunverulegt?

Loksins, loksins, loksins er komið að frumsýningu nýrrar Matrix kvikmyndar, The Matrix Resurrections. Myndin er sú fjórða í bálkinum sem hófst með svo eftirminnilegum hætti árið 1999 með fyrstu myndinni, The Matrix...

08.08.2020

25 ómissandi hinsegin kvikmyndir

Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En h...

16.07.2020

20 svalar staðreyndir um The Matrix

Vísindaskáldsagan og „cyberpunk“ hasarmyndin The Matrix var gefin út vestanhafs þann 31. mars árið 1999 og hefur átt góðu gengi að fagna síðan, meðal annars sem ein ástsælasta mynd sinnar tegundar, gríðarlegur br...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn