Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Amazing Spider-Man 2012

Frumsýnd: 4. júlí 2012

His past was kept from him. His search for answers has just begun.

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Peter Parker elst upp hjá frænda sínum Ben og konunni hans May, eftir að foreldrar hans neyðast til að yfirgefa hann og látast svo af slysförum. Hann er utangátta í skólanum og á erfitt með að átta sig á því hver hann er og hvaðan hann kemur. Hann er á sama tíma að uppgötva hrifningu sína af Gwen Stacy og saman kljást þau við ástina, skuldbindingar og... Lesa meira

Peter Parker elst upp hjá frænda sínum Ben og konunni hans May, eftir að foreldrar hans neyðast til að yfirgefa hann og látast svo af slysförum. Hann er utangátta í skólanum og á erfitt með að átta sig á því hver hann er og hvaðan hann kemur. Hann er á sama tíma að uppgötva hrifningu sína af Gwen Stacy og saman kljást þau við ástina, skuldbindingar og leyndarmál. Þegar Peter uppgötvar dularfulla skjalatösku sem var í eigu föður hans, hefur hann vegferð sem snýst um að reyna skilja hvarf foreldra sinna og leiðir hann beint í fangið á Dr. Curt Connors, fyrrverandi vinnufélaga föður síns. Spider-Man mun þurfa berjast við The Lizard, afsprengi misheppnaðrar vísindatilrauna Dr. Connors á sjálfum sér og í leiðinni þarf hann að taka afdrifaríkar ákvarðanir varðandi ofurkraftana sem hann býr yfir og móta þannig framtíð sína sem sannkölluð hetja.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Ekki slæmt
Þessi Spider-Man mynd er svo sannarlega betri en sú fyrri. Þegar Tobey Maguire fór fyrst í Spider-Man búninginn, sú mynd var þokkalega góð en ég man að mér fannst sú mynd vera alveg þokkaleg. En svo kom Spider-Man 2 og 3 þá var Spider-Man serían orðin mjög slöpp. Ég missti allan áhugan á Spider-Man eftir 3. myndina, hún var alveg svakalega léleg. Svo sá maður þessa The Amazing Spider-Man og hún bókstaflega breytti Spider-Man fyrir mér. Hún náði að endurlífga Spider-Man söguna.

Nýr söguþráður, nýtt lúkk og mun betri Spider-Man. Hérna er Andrew Garfield alveg svakalega góður sem Peter Parker. Sá hann fyrst í The Imaginarium of Doctor Parnassus svo í The Social Network og þá vissi ég alveg að Garfield ætti von á eitthverju stóru, hann tekur að sér alltaf stærri og stærri hlutverk en þetta hlutverk sem Peter Parker er hans fyrsta svona stórhlutverk og þá aðalhlutverk, ef hann heldur sínu róli þá verður stórt úr honum. Hins vegar er ég svakalega sáttur við að núna slepptu þau Jane, hún var bara með drama og vesen svo best var að sleppa henni í þetta sinn og hafa frekar Gwen (Emma Stone) sem er mun skemmtilegri og sætari.

Sam Raimi náði mjög vel að klúðra Spider-Man seríunni sinni. Hann er skemmtilegru leikstjóri en þarna náði hann að klúðra þessu algjörlega. Marc Webb sem gerði nýlega 500 Days of Summer og hún heppnaðist mjög vel. Ég bókstaflega dýrka hana í tætlur. Svo núna kemur Webb með The Amazing Spider-Man og þá auðvitað gerir hann hana eins vel og 500 Days of Summer.

The Amazing Spider-Man er ekkert meistaraverk og heldur ekki eitthvað sull. Hún er góð mynd og verður það alltaf, endilega ekki klikka á "leyni atriðinu" sem er í miðjum credit listanum. Ég myndi segja að það væri þokkalega mikilvægt. Þökk sé því þá er maður öruggur um framhald. Þannig að endilega kíkið á það.

8/10 Sterk átta. The Amazing Spider-Man er besta Spider-Man myndin hingað til og núna bíðum við Spider-Man aðdáendurnir spenntir eftir framhaldinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Slær Sam Raimi-myndirnar í andlitið!
Þann þrítugasta Júní fór ég inn í kvikmyndahúsið í Álfabakka og keypti mér miða á The Amazing Spider-Man. Ég kom mér vel fyrir í hinum myrkvaða sal og beið uns sýningin hófst.

Ekki get ég kynnt mig sem harðan aðdáanda af Spider-Man né duglegur í því að lesa teiknimyndasögur um hann en ég þekki persónuna þó eitthvað.

Sam Raimi gaf út fyrstu kvikmyndina um hetjuna árið 2002 og svo seinna gaf hann út framhaldsmyndir. Persónulega finnst mér af þeim þremur fyrsta myndin eftirminnilegust og skemmtilegust, en þó eru ekki allir á sama máli þar. En þriðju myndina hans voru þó fáir sáttir með, að mér meðaltöldum. En núna, árið 2012, birtist Köngulóarmaðurinn aftur á kvikmyndaskjánum og gefur frá sér miklu betri upplifun en nokkur önnur Spider-Man mynd.

Myndin er líkari teiknimyndasögunum en þær fyrri og gefur það sögunni meiri ferskleika að mínu mati. Kvikmyndin inniheldur mikið af gríni eins og mátti búast við og svo er frábær þrívíddar-notkun og er nóg af atriðum til að draga það fram. Tónlistin er góð en ekkert eftirminnileg og blandast ekkert allt of vel í sum atriði. Kvikmyndin er yfir tvo tíma en líður fljótt af vegna þess að hún grípur alla athygli hjá áhorfendum.

Stan Lee birtist enn og aftur í gestahlutverki og er þetta kannski það besta sem ég hef séð af honum. Hann kemur þó nokkuð seint fram.

Mér fannst Toby Maguire aldrei vera sá besti í hlutverki Peters. Hann náði ekki að leika unglinginn nógu vel. Andrew Garfield, aftur á móti, nær hlutverkinu glæsilega.

Rhys Ifans leikur Eðluna frábærlega. Maður vorkennir persónu hans í byrjun en með tímanum sér maður hvað persónan er biluð í raun og þá er hún mjög drungaleg eða réttara sagt ógnvekjandi (það er nú langt síðan sem vondi kallinn hefur haft þannig áhrif á mig).

Emma Stone er Gwen Stacy, dóttir lögregluforingjans og kærasta Peters. Samband þeirra er vel sett fram og er miklu áhrifameira heldur en samband Peters við Mary Jane.

Martin Sheen tekur hlutverk Bens frænda. Persónan er meira sannfærandi í þessari mynd heldur en í þeirri fyrri og hefur maður meiri meðaumkun með honum og Peter þegar hann lætur lífið. En mér fannst nú dauði hans vera betur sett fram, úlitslega séð, í myndinni frá 2002.

Ég fór út úr kvikmyndasalnum mjög sáttur. Ég vildi óska þess að hún hefði verið lengri. Hér er á ferðinni frábær kvikmynd sem toppar þær fyrri að miklu leyti.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

08.12.2020

Mætir fjölda persóna úr fyrri seríum

Köngulóarmaðurinn mun mæta góðkunnum karakterum í næstkomandi Spider-Man mynd, verða þetta karakter úr fyrri seríum.Þessi þriðja (enn ótitlaða) Spider-Man mynd verður sú síðasta í bili sem unnin er af Sony í sams...

02.10.2020

Foxx snýr aftur sem Electro

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx hefur verið ráðinn (aftur) í hlutverk skúrksins Electro og mun hann bregða fyrir í komandi Spider-Man framhaldsmynd. Fréttamiðillinn The Hollywood Reporter greindi fyrst frá þessu o...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn