Náðu í appið
Steel Magnolias

Steel Magnolias (1989)

"The funniest movie ever to make you cry. / Sometimes laughter is a matter of life and death."

1 klst 57 mín1989

Myndin fjallar um snyrtistofuna Truby´s í í litlum hreppi í Louisiana, og við sögu kemur náinn vinahópur sem allur tengist bænum.

Rotten Tomatoes73%
Metacritic56
Deila:
Steel Magnolias - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin fjallar um snyrtistofuna Truby´s í í litlum hreppi í Louisiana, og við sögu kemur náinn vinahópur sem allur tengist bænum. Eftir því sem sögunni vindur fram þá sjáum við Drum Eatenton skjóta fugla í trjám í bakgarði sínum til að undirbúa brúðkaup dóttur sinnar þá um kvöldið. Stuttu síðar fara eiginkona og dóttir Eatenton, M´Lynn og Shelby, á snyrtistofuna til að láta greiða hár sitt fyrir brúðkaupið. Annelle Depuy Desoto ( sem er hugsanlega gift og hugsanlega ekki þar sem hjónabandið er kannski ekki löglegt ) er kynnt fyrir viðskiptavinum Truvy´s sem nýjasti liðsmaður stofunnar, með hæstu einkunn úr hárgreiðsluskólanum. Hin súra Quiser Boudreaux birtist einnig á stofunni og skemmtir gestum og gangandi með háðsglósum sínum. Svo virðist sem sú eina sem skilur Quiser sé Clairee, sem er nýlega orðin ekkja og er að leita sér að dægrastyttingu. Eins og hún segir síðar í myndinni: „Ef þú getur ekki fundið neitt gott að segja um neinn, komdu þá og sestu hjá mér.“

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Framleiðendur

Rastar ProductionsUS
TriStar PicturesUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til einna Óskarsverðlauna, Julie Roberts fyrir bestan meðleik.