Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Steel Magnolias 1989

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The funniest movie ever to make you cry. / Sometimes laughter is a matter of life and death.

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 56
/100
Tilnefnd til einna Óskarsverðlauna, Julie Roberts fyrir bestan meðleik.

Myndin fjallar um snyrtistofuna Truby´s í í litlum hreppi í Louisiana, og við sögu kemur náinn vinahópur sem allur tengist bænum. Eftir því sem sögunni vindur fram þá sjáum við Drum Eatenton skjóta fugla í trjám í bakgarði sínum til að undirbúa brúðkaup dóttur sinnar þá um kvöldið. Stuttu síðar fara eiginkona og dóttir Eatenton, M´Lynn og Shelby,... Lesa meira

Myndin fjallar um snyrtistofuna Truby´s í í litlum hreppi í Louisiana, og við sögu kemur náinn vinahópur sem allur tengist bænum. Eftir því sem sögunni vindur fram þá sjáum við Drum Eatenton skjóta fugla í trjám í bakgarði sínum til að undirbúa brúðkaup dóttur sinnar þá um kvöldið. Stuttu síðar fara eiginkona og dóttir Eatenton, M´Lynn og Shelby, á snyrtistofuna til að láta greiða hár sitt fyrir brúðkaupið. Annelle Depuy Desoto ( sem er hugsanlega gift og hugsanlega ekki þar sem hjónabandið er kannski ekki löglegt ) er kynnt fyrir viðskiptavinum Truvy´s sem nýjasti liðsmaður stofunnar, með hæstu einkunn úr hárgreiðsluskólanum. Hin súra Quiser Boudreaux birtist einnig á stofunni og skemmtir gestum og gangandi með háðsglósum sínum. Svo virðist sem sú eina sem skilur Quiser sé Clairee, sem er nýlega orðin ekkja og er að leita sér að dægrastyttingu. Eins og hún segir síðar í myndinni: „Ef þú getur ekki fundið neitt gott að segja um neinn, komdu þá og sestu hjá mér.“... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Feel good stelpumynd
Steel Magnolias er mynd frá árinu 1989 sem skartar fullt af frægustu leikkonum Hollywood m.a. Juliu Roberts fyrir Pretty Woman. Hún er sorgleg, fyndin og lætur manni einfaldlega líða vel á meðan maður horfir á hana.

Hún fjallar um sex konur: Shelby (Julia Roberts),stelpu um tvítugt sem er sykursjúk á alvarlegu stigi en er að gifta sig, mömmu hennar M'Lynn (Sally Field), konuna í hverfinu sem allir elska að hata Ouiser (Shirley McLane), konuna sem á snyrti-og hárgreiðslustofu bæjarins Truvy (Dolly Parton), trúuðu aðstoðarkonu hennar Annelle (Daryl Hannah) og loks konuna sem að veit allt slúðrið Clairee (Olympia Dukakis).
Þessar sex konur eru allar ólíkar en eiga það sameiginlegt að vera vinkonur og fylgja hver annarri í gegnum erfiða tíma.
Þetta gera þær í myndinni á skemmtilegan hátt.

Myndin er mjög þægileg áhorfar og skilur eitthvað gott eftir sig, hún er frábær stelpumynd fyrir allar ömmur, mömmur, dætur, frænkur og vinkonur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.05.2021

Olympia Dukakis látin

Bandaríska leikkonan Olympia Dukakis er látin. Hún lést í gærmorgun í New York og var 89 ára að aldri. Dukakis hafði marga fjöruna sopið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlut...

18.07.2013

Tilnefningar til Emmy kynntar

Nú hafa tilnefningar til Emmy-sjónvarpsverðlaunanna verið birtar en afhending þeirra fer fram 22. september næstkomandi í Los Angeles í Bandaríkjunum. Í fyrsta skipti sjáum við internetseríur tilnefndar til verðlauna...

28.01.2013

Lewis og Lawrence best á SAG hátíðinni

Fátt kom á óvart á Screen Actors Guild verðlaunahátíðinni, SAG, sem haldin var í gær í Bandaríkjunum. Anne Hathaway fékk verðlaun fyrir besta meðleik fyrir hlutverk sitt í Vesalingunum og Jennifer Lawrence vann verðlauni...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn