La guerre est déclarée (2011)
Declaration of War
"Lífið er enginn leikur"
Sönn saga þeirra Valérie Donzelli og Jérémie Elkaïm sem skrifuðu handritið, og leika aðalhlutverkin auk þess sem Valérie leikstýrir.
Bönnuð innan 12 ára
HræðslaSöguþráður
Sönn saga þeirra Valérie Donzelli og Jérémie Elkaïm sem skrifuðu handritið, og leika aðalhlutverkin auk þess sem Valérie leikstýrir. Það má segja að þegar þau Juliette og Roméo hittast í fyrsta skipti sé það ást við fyrstu sýn. Þau fara fljótlega að búa saman og ekki skyggir það á hamingju þeirra þegar þeim fæðist sonurinn Adam. En örlögin taka hressilega í taumana þegar Adam er orðinn 18 mánaða og foreldrana fer að gruna að ekki sé allt með felldu í heilsufari hans. Þau fara með hann í rannsókn og fá þær skelfilegu fréttir að Adam þjáist af heilaæxli sem er banvænt verði ekkert við því gert. Frá þeim degi má segja að þau Roméo og Juliette geti ekki einbeitt sér að neinu öðru en baráttunni fyrir lífi Adams, baráttu sem á heldur betur eftir að reyna á samband þeirra sjálfra.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Myndir
Plaköt
Framleiðendur


Verðlaun
Myndin var framlag Frakka til Óskarsverðlauna en hún var einnig tilnefnd til sex César-verðlauna. Hún var að auki mynd ársins í Frakklandi.









