Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Conan the Barbarian 1982

He conquered an empire with his sword. She conquered HIM with her bare hands.

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Vígamaður og þjálfaður stríðsmaður, slæst í hóp með þjófum sem vilja leysa gátuna um stálið, en leitar einnig að seiðkarlinum sem er ábyrgur fyrir morðinu á fólki hans og ættmennum, með hefnd í huga.

Aðalleikarar


Conan The Barbarian er ein mesta nostalgíukvikmynd sem ég hef nokkurn tímann séð, ég hlýt að hafa séð hana næstum hundrað sinnum þegar ég var krakki og að enduruppgötva hana var ekkert nema stórmerkilegt. Myndin er fyndin, hvort sem viljandi eða óviljandi, jafnvel hlægileg á köflum en Arnold er stórkostlegur Conan, fullkomið val fyrir hlutverkið. Söguþráðurinn og handritið (skrifað af John Milius með honum Oliver Stone) er svakalega furðulegt, leikurinn er tilgerðalegur, framleiðslugæðin alltaf að fara upp og niður en myndin missir aldrei ævintýratilfinninguna. Ofbeldið er til staðar, en miðað við nútímamyndir þá er hasarinn langt frá merkilegur, Conan er ekki dæmi um mynd sem eldist vel. Það er hérna sem nostalgían kemur við, ég hef alltof góðar minningar um þessa mynd til þess að gefa henni slæma dóma, og það verður að segjast að Conan The Barbarian er klassík. Hérna kemur Arnold Schwarzenegger, einhver frægasta manneskja fyrr og síðar fyrst í sviðsljósið í sínu alfyndnasta hlutverki. Það er hinsvegar einn hluti sem var án efa stórkostlega vel gert, og það var tónlistin eftir hinn nýlátna Basil Poledouris, líkt og kvikmyndin þá hefur tónlistin orðið að klassík í kvikmyndaheiminum. Í fullum sannleika þá er Conan mjög heimskuleg ævintýramynd, eina leiðin til þess að njóta myndarinnar er að slökkva á heilanum og ekki fylgjast með göllunum. En ég meina hver vill ekki sjá Arnold leika villimann drepandi alla í kringum sig og gefa frá sér furðuleg hljóð? Því það er Conan The Barbarian og ég fíla það í botn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Schwarzenegger er frábær í túlkun sinni sem Conan og er þetta besti karakter hans með Terminator. James Earl Jones góður sem Thulsa Doom. Max Von Sydow er flottur sem King Osric. Útlitið á myndinni er magnað, bardagaatriðin vel stílfærð(sérstaklega bardaginn þar sem notuð voru alvöru sverð), ofbeldið brutal(þá helst í krossfestingaatriðinu), tónlistin frábær og aftökuatriðið í endanum einstaklega svalt. Þetta er epísk stórmynd sem allir verða að sjá. Ein af bestu myndum sem Schwarzenegger hefur leikið í. Mæli með Special Edition DVD pakkanum sem inniheldur fullt af skemmtilegum fróðleik um myndina. 4 stjörnur, takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Conan The Barbarian er ásamt Terminator 2 besta mynd Arnold Schwarzeneggers...persónulega fynnst mér Conan betri. Þetta er myndin sem kom Arnaldi á kvikmyndakortið, enda smellpassar hann í hlutverki villimannsins og stríðsmannsins Conan.

Aðrir leikarar standa sig ágætlega líka, sérstaklega James Earl Jones sem aðal vondi gaurinn.

Sagan er alveg ágæt, og allt útlit myndarinnar s.s. búningar er með því svalasta sem maður hefur séð, og tónlistin er alveg frábær.

Svo ef að þú ert að leita að mynd með nóg af hasar, hausum fljúgandi og Schwarzenegger gráan fyrir járnum þá er þetta mynd fyrir þig.

Og ef að þú er Schwarzenegger aðdáandi þá mátt þú alls ekki láta þessa fram hjá þér fara.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein besta mynd Scharzeneggers um Conan villimann og ævintýri hans byggða á sögum Robert E. Howards. Þetta er frekar myrk ævintýramynd, sem gengur vel upp í alla staði.. Stórkostleg tónlist eftir Basil Poledouris
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.02.2021

Pólitísk skautun í WandaVision

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélagin...

03.01.2017

25 hlutir sem þú vissir ekki um Arnold Schwarzenegger

Ef þú hélst að þú vissir allt um súperstjörnuna Arnold Schwarzenegger, þá skjátlast þér mögulega hrapallega, því það eru amk. 25 atriði sem  hann telur að þú vitir ekki um hann. Leikarinn, og vaxtarræktarmaðurinn fyr...

12.09.2011

Leikstjóri nýju Highlander fundinn

Spænski leikstjórinn Juan Carlos Fresnadillo er núna í samningaviðræðum um að leikstýra endurgerð á hinni klassísku Highlander. Fyrir þá sem ekki muna þá skartaði hún Christopher Lambert, Sean Connery, Clancy Brown og...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn