Náðu í appið
Assassination Games

Assassination Games (2011)

1 klst 41 mín2011

Leigumorðinginn Brazil tekur að sér, fyrir rétt verð, hvaða verkefni sem er.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Leigumorðinginn Brazil tekur að sér, fyrir rétt verð, hvaða verkefni sem er. Hann er einfari sem hefur forðast að mynda tengsl við annað fólk enda veit hann best sjálfur að hvert verkefni gæti orðið hans síðasta. Flint er hins vegar fyrrverandi leigumorðingi sem dró sig í hlé eftir að morðóður eiturlyfjabarónn réðst inn á heimili hans og skildi konu hans eftir í dái. Þegar Brazil og Flint fá báðir boð um að koma eiturlyfjabaróninum fyrir kattarnef hefst leikurinn fyrir alvöru. Brazil sér fram á stærstu útborgun ferils síns en Flint ákveður að hefna fyrir eiginkonu sína og sjálfan sig persónulega. Báðir leggja þeir til atlögu en komast brátt að því að verkefnið er ekki jafn auðvelt og það virtist í fyrstu. Áður en þeir vita af eru þeir hundeltir af spilltum löggum og harðsvíruðum gengjum undirheimanna og til að lifa af þurfa þeir að snúa vörn í sókn ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Mediapro Studios
Rodin EntertainmentUS
Motion Picture Corporation of AmericaUS