Veistu hvað er fyndið? Ekki þessi mynd
One For The Money er enn ein kvikmyndin sem er byggð á “metsölubók”. Ég hef aldrei skilið af hverju þetta er sagt í hvert skipti sem það kemur mynd sem er byggð á vinsælli bók og ég...
"She´s Looking for a Few Not-so-good men"
Stephanie Plum verður fyrir því óláni að missa vinnuna en deyr ekki ráðalaus frekar en fyrri daginn.
Bönnuð innan 12 áraStephanie Plum verður fyrir því óláni að missa vinnuna en deyr ekki ráðalaus frekar en fyrri daginn. Hún sækir um hjá fyrirtæki frænda síns sem sér um að góma fólk sem flúið hefur arma laganna og er fljótlega ráðin, enda beitir hún brögðum sem ekki er hægt að standast. Það fyrsta sem hún þarf að gera er að fara í almennilega þjálfun sem felur m.a. í sér að læra að beita skotvopnum. Það kemur strax í ljós að þetta á alveg einstaklega vel við Stephanie sem fær í kjölfarið sitt fyrsta verkefni: Að góma flóttamanninn og lögguna fyrrverandi Joe Morrelli sem hefur stungið af frá tryggingu í morðmáli. Vandamálið fyrir Stephanie er ekki að finna Joe heldur hvað hún á að gera þegar hún finnur hann því hann er ekki bara alveg einstaklega sleipur heldur einnig fyrrverandi kærasti Stephanie og á milli þeirra logar enn dálítill eldur ...



One For The Money er enn ein kvikmyndin sem er byggð á “metsölubók”. Ég hef aldrei skilið af hverju þetta er sagt í hvert skipti sem það kemur mynd sem er byggð á vinsælli bók og ég...