Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

One for the Money 2012

Justwatch

Frumsýnd: 3. febrúar 2012

She´s Looking for a Few Not-so-good men

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 2% Critics
The Movies database einkunn 22
/100

Stephanie Plum verður fyrir því óláni að missa vinnuna en deyr ekki ráðalaus frekar en fyrri daginn. Hún sækir um hjá fyrirtæki frænda síns sem sér um að góma fólk sem flúið hefur arma laganna og er fljótlega ráðin, enda beitir hún brögðum sem ekki er hægt að standast. Það fyrsta sem hún þarf að gera er að fara í almennilega þjálfun sem... Lesa meira

Stephanie Plum verður fyrir því óláni að missa vinnuna en deyr ekki ráðalaus frekar en fyrri daginn. Hún sækir um hjá fyrirtæki frænda síns sem sér um að góma fólk sem flúið hefur arma laganna og er fljótlega ráðin, enda beitir hún brögðum sem ekki er hægt að standast. Það fyrsta sem hún þarf að gera er að fara í almennilega þjálfun sem felur m.a. í sér að læra að beita skotvopnum. Það kemur strax í ljós að þetta á alveg einstaklega vel við Stephanie sem fær í kjölfarið sitt fyrsta verkefni: Að góma flóttamanninn og lögguna fyrrverandi Joe Morrelli sem hefur stungið af frá tryggingu í morðmáli. Vandamálið fyrir Stephanie er ekki að finna Joe heldur hvað hún á að gera þegar hún finnur hann því hann er ekki bara alveg einstaklega sleipur heldur einnig fyrrverandi kærasti Stephanie og á milli þeirra logar enn dálítill eldur ...... minna

Aðalleikarar

Handrit

Veistu hvað er fyndið? Ekki þessi mynd
One For The Money er enn ein kvikmyndin sem er byggð á “metsölubók”. Ég hef aldrei skilið af hverju þetta er sagt í hvert skipti sem það kemur mynd sem er byggð á vinsælli bók og ég get ekki heldur skilið af hverju fólkið á bak við myndirnar auglýsa þær ennþá svona. Er ekki lang flest fólk búið að uppgötva að þriðja hver kvikmynd byggð á bók getur ekki verið “metsölubók”?

Höfundur bókarinnar, Janet Evanovich, hefur skrifað heilar 18 bækur um aðalkarakterinn Stephanie Plum. Ég hef sjálfur ekki lesið neina af þessum bókum og ef myndin er svipuð bókinni þá get ég lítið skilið hvað er vinsælt við þessar bækur.

One For The Money hefur tvö markmið og sýnir þau strax og einfaldlega. Í fyrsta lagi að vera grínmynd til að láta manni hlægja og að vera skemmtileg gamanhasarmynd með litríkum karakterum. Að mínu mati gekk hvorugt upp. Ég er alls ekki snobbaður og fíla aðeins það besta þegar kemur að grínmyndum, en ég held að ég getið talið hversu oft ég hló eða glottaði með annarri hendinni. Tilraun myndarinnar til að vera fyndin virkaði nær aldrei og húmorinn sem hefði getað verið fyndinn á blaði var algjörlega rústað af leikurunum.

Ég fór á þessa mynd í gær og það er nær ekkert sem hægt er að kalla eftirminnilegt við hana. Karakterar koma og fara án þess að gera eitthvað eftirminnilegt, með kannski tveimur undantekningum. Nær allir leikrarnir reyndu lítið til að gera karakterinn sinn raunsæan eða fyndinn og þeir fáu sem reyndu það reyndu allt of mikið.

Katherine Heigl, sem ég hafði nett gaman af í Knocked Up (kvikmyndin sem kom henni á kortið), er á algjörri sjálfstýringu með lélegum hreim bætt við og gerir ekkert til að láta aðalkarakterinn vera einhvern sem áhorfandinn getur haldið með, reyndar var hún það sjálfselsk að þoldi hana ekki á köflum. Þar að auki er hún sami karakter og hún hefur verið í svo mörgum myndum. Ég er búinn að heyra að karakterinn úr bókinni var miklu öðruvísi en hvernig Heigl var, og ég er alls ekki hisssa á því. Aðrir leikarar segja bara línurnar sínar og virðast líta á þetta sem bara enn einn launaseðill. Myndin einbeitir sér of mikið að reyna að koma með flókna glæpasögu (sem hún er í rauninni ekki) og húmor inn í aðstæður í staðinn fyrir að láta karakteranna vera viðkunnalega, en flestir voru einfaldlega bland. Illmennin komu sérstaklega illa úr þessari mynd.

Myndin er líka allt of löng. Þetta hefði getað virkað miklu betur sem sjónvarpssería; myndin hefur alveg nógu mikið af karakterum til að láta það virka, og það hefði eflaust endan betur heldur en þessi mynd. Þar að auki er myndin á tímapunktum rosalega ótrúverðug. Í byrjuninni á myndinni getur Plum ekki skotið vel úr byssu en eftir fjölmörg atriði gat hún skotið eins og meistari án þess að eitthvað kom á milli. Þar að auki er einkennilegt að persóna með enga reynslu í svona löguðu fær verkefni að leita að manni sem er kærður fyrir morð sem endar á smygli, fleiri morðum og ofbeldi. Nær enginn reynir að stoppa hana, ekki einu sinni stjórinn hennar og hún hugsar aldrei um að hætta þegar fólk sem hún talar við deyr eða meiðst alvarlega út af henni.

Illa skrifuð, hæg, fyrirsjáanleg að öllu leiti, ófyndin, rangt leikaraval (Íri að leika Ítala?), ófókusaður tónn og lélegur hasar: Kaldhæðnislega öfugt við allt það góða við Chronicle.

2/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.05.2012

Útgefið í dag, 3. maí

  Í dag eru á útgáfuáætlun fjórir DVD-diskar: One For the Money - Gaman Gamanmynd um hausaveiðarann Stephanie Plum sem leikin er af Katherine Heigl ... SKOÐA NÁNAR The Ides of March - Drama Mynd eftir George Cloone...

06.02.2012

Áhorf vikunnar (30. jan -5. feb)

Smölum okkur öll saman og deilum hvaða gláp átti sér stað heima og í bíóhúsuum landsins.  Ofurmennin í Chronicle fóru lengra yfir takmörk PG-13 stympilsins en búist var við, David Chronenberg gaf út nýja mynd sem ...

05.01.2012

8 mest óspennandi myndir ársins 2012

Á árinu 2012 koma fullt af myndum sem kvikmyndanördar eru gríðarlega spenntir fyrir, þar ber helst að nefna The Dark Knight Rises og Hobbitann. Kvikmyndavefsíðan Movieline er hins vegar með puttann á púlsinum. Þeir be...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn