Monster in Paris
2011
(Skrímsli í París)
Frumsýnd: 10. febrúar 2012
Sum skrímsli eru ekkert vond
90 MÍNFranska
87% Critics
65% Audience Myndin gerist í París árið 1910. Við kynnumst hér þeim Emil og besta vini hans, hinum málglaða
sendli Raúl sem leyfir Emil stundum að koma með þegar hann
þeysir um hina rómantísku París gærdagsins með pakka sína og
bréf.
Í einni slíkri ferð enda þeir Emil og Raúl í gróðurhúsi sérviturs
vísindamanns og þegar Raúl fer að fikta í tilraunaglösunum... Lesa meira
Myndin gerist í París árið 1910. Við kynnumst hér þeim Emil og besta vini hans, hinum málglaða
sendli Raúl sem leyfir Emil stundum að koma með þegar hann
þeysir um hina rómantísku París gærdagsins með pakka sína og
bréf.
Í einni slíkri ferð enda þeir Emil og Raúl í gróðurhúsi sérviturs
vísindamanns og þegar Raúl fer að fikta í tilraunaglösunum hans
og efnunum vekur hann óvart til lífsins heljarinnar stórt skrímsli sem
hleypur út og gengur nú laust um borgina.
Þeir Emil og Raúl fara auðvitað að leita skrímslisins áður en það
verður orðið of seint því það eru fleiri komnir á sporið, þar á meðal
hinn óforskammaði Maynotte sem hugsar sér gott til glóðarinnar
þegar hann nær skrímslinu.
En í stað þess að hræða líftóruna úr borgarbúum, eins og flestir
búast við að skrímsli myndu gera, þá leitar það skjóls í einu af
leikhúsum borgarinnar þar sem það verður hugfangið af einni
leikkonunni og í ljós kemur að það er ekki bara afbragðs leikari
sjálft, heldur líka frábær söngvari, dansari og gítarsnillingur ...... minna