Resident Evil: Retribution
2012
(Resident Evil 5)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 14. september 2012
Heimsyfirráð ... og dauði
95 MÍNEnska
28% Critics
51% Audience
39
/100 Barátta Alice gegn Regnhlífafyrirtækinu og hinum blóðþyrstu uppvakningum
þeirra og hermönnum heldur áfram þar sem frá var horfið
í síðustu mynd sem endaði á því að fyrirtækið náði henni á sitt vald.
Þegar Alice kemur til sjálfrar sín er hún stödd í höfuðstöðvum fyrirtækisins
sem er sífellt að verða öflugra og valdameira. Henni verður
ljóst... Lesa meira
Barátta Alice gegn Regnhlífafyrirtækinu og hinum blóðþyrstu uppvakningum
þeirra og hermönnum heldur áfram þar sem frá var horfið
í síðustu mynd sem endaði á því að fyrirtækið náði henni á sitt vald.
Þegar Alice kemur til sjálfrar sín er hún stödd í höfuðstöðvum fyrirtækisins
sem er sífellt að verða öflugra og valdameira. Henni verður
ljóst að ef ekkert verður við gert munu hinir geggjuðu forkólfar
fyrirtækisins að lokum ná að leggja allan heiminn að fótum sér.
Með harðræði og útsjónarsemi tekst Alice að sleppa úr prísundinni,
hundelt af uppvakningunum, sem nú hafa tekið á sig jafnvel enn
skelfilegri myndir en áður, og vel vopnum búnum hermönnum sem
hafa þá skipun eina að ná henni aftur á sitt vald.
Leikurinn berst síðan um víðan völl, til New York, Moskvu og fleiri
staða þar sem Alice tekst að finna nokkra nýja og vinveitta liðsmenn
auk þess að hitta aftur suma af þeim sem hafa áður barist við hlið
hennar.
Um leið verður henni ljóst að á bak við alla atburðarásina og þrátt
fyrir allt sem hún hefur áður uppgötvað er enn eitt leyndarmál sem
hún verður að afhjúpa ...... minna