Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Resident Evil: Afterlife 2010

(Resident Evil 4: Biohazard IV: Afterlife)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. september 2010

She's back...And she's bringing a few of her friends.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Í veröld sem er orðinn gersýkt af vírus sem breytir fólki í uppvakninga, heldur Alice áfram ferð sinni í leit að eftirlifendum til að koma þeim í örugga höfn. Blóðug barátta hennar við Regnhlífarfyrirtækið nær nýjum hæðum, en Alice fær óvænta hjálp frá gömlum vini. Ný ábending gefur von um nýtt og öruggt skjól fyrir uppvakningum. Ábendingin... Lesa meira

Í veröld sem er orðinn gersýkt af vírus sem breytir fólki í uppvakninga, heldur Alice áfram ferð sinni í leit að eftirlifendum til að koma þeim í örugga höfn. Blóðug barátta hennar við Regnhlífarfyrirtækið nær nýjum hæðum, en Alice fær óvænta hjálp frá gömlum vini. Ný ábending gefur von um nýtt og öruggt skjól fyrir uppvakningum. Ábendingin leiðir þau til Los Angeles, en þegar þau koma þangað þá komast þau að því að borgin er yfirfull af þúsundum uppvakninga, og Alice og félagar hennar á leið í stórhættulega gildru. ... minna

Aðalleikarar

Skortir almenna skynsemi
Eins og við var að búast þá er þetta þunnildi ekki til stórræðanna. Verst er hversu kjánaleg hún er.
Þarna flýgur Milla um heiminn án þess svo mikið að prumpa í bensíntankinn.
Heimurinn er allur farinn til fjandans, en samt líta allir út eins og módel á leið í myndatöku. Skjannahvítar tennur, augnmálning og varalitur.

Undirtitill myndarinnar mætti hafa verið.

RESIDENT EVIL
"Common sense aint that common"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sama ruglið, bara örlítið flottara núna
Það er ansi sniðugt af Paul W.S. Anderson að skreyta nýjustu Resident Evil-myndina með metnaðarfullri þrívídd til að fela það fyrir áhorfendum sínum hvað hún er í rauninni mikið drasl. Það sorglega er samt að það nánast virkar, en alveg eins og tilfellið var áður þá nær metnaðurinn aldrei mikið lengra út fyrir útlitið. Þetta fannst mér langmest áberandi í fyrstu Resident Evil-myndinni (sem Anderson gerði einnig), og annað en það sem meirihlutinn segir þá hata ég þá mynd af ástríðu og finnst hún hingað til vera sú leiðinlegasta. Önnur myndin, Apocalypse, fannst mér vera mun skárri. Hún virtist ná því betur að myndir byggðar á tölvuleikjum (sérstaklega SVONA leikjum) eiga einungis að vera hraðskreiðar og brjálaðar í stað þess að reyna að byggja upp spennu með útpældum strúktúr eða leggja áherslur á persónur sem okkur er slétt sama um. Endirinn á henni var samt veikur og einhvern veginn leiddi það til þess að ég sagði pass á þriðju myndina á sínum tíma. Svo sá ég hana fyrir stuttu og var allt annað en hrifinn. Afterlife er nú komin, og ef einhver myndi spyrja hvað hún hefði upp á að bjóða sem hinar gerðu ekki (burtséð frá þrívíddinni, að sjálfsögðu), þá myndi ég svara: Ekki nokkurn skapaðan hlut.

Það eru sumir þunnildisleikstjórar sem vita fullkomlega hvað hentar þeim best. Menn eins og t.d. Robert Rodriguez og Michael Bay sérhæfa sig einungis í afþreyingarmyndum, halda sig frá öllu öðru og finnst ekkert að því. Anderson vill svo mikið vera þannig leikstjóri, en einhvern veginn er hann bara alltof grunnur þegar kemur að hæfileikum eða hugmyndaflugi. Nánast allar myndirnar hans eru klisjukenndar, þurrar og alveg sama hversu mikið er að gerast í þeim, þá vantar alveg keyrsluna til að gera fjörið þess virði að sitja yfir. Ég skal gera undantekningu fyrir Death Race og Mortal Kombat því þær tóku sig ekki eins alvarlega og aðrar myndir eftir hann. Resident Evil ætti að vera þannig, en af óskiljanlegum ástæðum hallast þessar myndir meira að því að reyna að vera "töff" og óhugnanlegar í stað þess að vera bara heiladautt hasarflipp. Apocalypse var einmitt þannig, af hverju gat Afterlife ekki verið svoleiðis líka?

Öðruvísi tónn hefði samt ekki getað gert þetta handrit eitthvað þolanlegra. Það er nefnilega orðið langt síðan ég seinast sá mynd sem fer með áhorfendur sína eins og þeir séu gjörsamlega þroskaheftir. Það eru svo mörg göt í söguþræðinum að þessu sinni að hausinn á manni er við það að springa. Anderson heldur að við séum ekkert að velta okkur upp úr ýmsum lógíugöllum eða augljósum feilum í frásögninni. Af hverju ætli hann haldi það?? Nú, auðvitað því myndin á að vera svo skemmtileg að þannig hlutir skipta ekki máli! En um leið og maður er kominn með atriði þar sem persóna flýgur einhverri rellu frá Japan og svo til Alaska og síðan Kaliforníu án þess að fylla á bensín inn á milli, þá er eins og gert sé ráð fyrir því að við kunnum ekki landafræði. Það er samt meiri smámunasemi í mér. Það sem böggar mig meira er að sama persóna hafi lifað heila sprengingu af þegar hún var áberandi sögð ekki vera með neina ofurkrafta. Þetta gerist tiltölulega snemma, og ég tek það fram að þessi persóna hafi verið stödd inni í flugvél þegar hún sprakk. Aldrei er minnst á þetta. Það er bara klippt yfir í næstu senu eins og ekkert sé eðlilegra.

Afterlife er samt ekki einungis pökkuð svona senum, heldur er hún bara yfirborðskennd á allan hátt. Það fer líka sjúklega í mig hvað leikstjórinn/stúdíóið reynir að fegra hverja einustu persónu eins mikið og þeir geta, enda þarf bókstaflega allt á skjánum að líta vel út. Það líta ALLIR út eins og þeir séu módel (og menn eru óvenju snyrtilegir og vel meikaðir miðað við aðstæður), og þeir fáeinu sem gera það ekki eru stereótýpur sem maður veit að eiga eftir að deyja. Samtölin eru síðan algjör brandari og að mínu mati eru alltof mikið af þeim miðað við hvað söguþráðurinn er þunnur. Þegar maður horfir á Resident Evil-mynd, þá þarf að vera stutt í hasarinn (enda mynd gerð fyrir unglinga og ADHD hópana), annars mun maður bara geispa og stara út í loftið. Hasarinn í myndinni er nokkuð góður á köflum og ég skal meira að segja játa að fyrstu 10 mínúturnar gripu mig býsna sterkt, en síðan dalar myndin - nánast með hverri mínútu - og þegar líður að lokum fer hún að verða sífellt barnalegri og kjánalegri. Slow-mo rúnkið var líka orðið herfilega þreytt til lengdar og það er ljóst að Anderson hafi ákveðið að vera með eitthvað massívt Matrix-þema út alla myndina. Get ekki sagt að það hafi komið vel út.

Annars, ef þú ert á þeirri skoðun að hinar þrjár myndirnar séu eitthvað GJÖÐ-VEIKAR (megi guð hjálpa þér ef svo er), þá muntu alveg pottþétt fíla þessa líka. Ótrúlegt en satt þá er aldrei óhuggulega leiðinlegt að horfa á myndina því þrívíddin gefur henni smá líf og hún hefur ekki verið betur notuð síðan Avatar. En svo þegar þú tekur hana burt þá er ekkert eftir nema mynd sem er alveg sláandi lík hinum. Þið metið hversu jákvætt eða neikvætt það er.

Ég HATA samt alltaf þessa "Sequel bait-enda" sem þessar myndir hafa. Finnst markhópnum þetta í alvörunni vera sniðugt en ekki ógeðfellt pirrandi??

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Líklegast besta tölvuleikamynd allra tíma
„Kæra Hollywood, ég hef undanfarið verið að kvarta yfir kvikmyndatökunni í hasarmynda bransanum hjá ykkur. Kvikmyndatakan er einfaldlega of hröð og alltof hrisst, eins og Micheal Bay sé að leikstýra hverri einustu mynd á markaðnum. Ég vil þakka ykkur fyrir að hafa tekið kvartanir mínar til skoðunar, en þegar ég segi að þær séu alltof hraðar þá meina ég alls ekki að ég vilji að 70% af allri myndinni sé í slow-motion! Þó að kvikmyndatakan hafi verið alveg fáranlega flott, og nýtti þrívíddina í botn, þá var hvert einasta hasar atriði í slow-motion. Alice að taka upp byssurnar sínar – slow-motion, Alice að skjóta – slow-motion, Alice að labba niður stiga – slow-motion! Ég viðurkenni það alveg að slow-motion atriðin (500) hafi verið alveg rosalega flott þökk sé alveg rosalegum tæknibrellum, en ég meina er ekki aðeins of mikið að taka upp heilt atriði í slow-motion. Viljið þið líka vinsamlegast sleppa því að ráða leikara sem getur ekki leikið fyrir 5 aura til að leika aðal óvininn. Kærar þakkir, Sigurjón“

Resident Evil : Afterlife tekur upp söguþráðinn þar sem fyrri myndin endar. Alice er með brjálaða ofurkrafta og er ennþá að reyna taka niður The Umbrella Corp. Alice missir kraftana sína og fer þá í leit að Claire, K-Mart og þeim hinum sem fóru til Arcadia, Alaska í leit að öryggi. Er hún kemur á staðinn sér hún að hvorki dautt né lifandi sé á staðnum, en rekst hinsvegar á gamlan vin. Leið þeirra liggur til Los Angeles þar sem þau hitta hóp af eftirlifendum. Saman hjálpast þau að við að halda lífi og reyna taka niður Umbrella. – Eins og ég sagði þá er þetta framhald af hinum myndunum þrem, sem ég hef ekki séð. Þó að ég sé ekki búinn að sjá þær þá fannst mér ekkert vanta, allt sem þarf að vita er útskýrt í byrjun myndarinnar og útskýrt frekar vel. Myndin er alls ekki lengi að byrja og dettur strax í brjáluð hasar atriði. Söguþráðurinn er voðalega einfaldur, en samt fullur af plot holum sem auðveldlega hefði verið hægt að fylla með nokkrum línum, t.d. „hvað gerðist við þig?“. Karakterarnir sjálfir eru ágætlega skrifaðir og fær Andersen plús fyrir að hafa slepp því að fylla myndina af 100% stereótýpum (*hóst*Predators*hóst*).

Kvikmyndatakan og tæknibrellurnar vinna saman til að skapa mjög fallega mynd. Ég er sáttur með að hafa séð hvað væri að gerast í myndinni í stað þess að vita ekki hver var að lemja hvern. Hinsvegar þá eins og ég nefndi fyrr er slow-motion brellan ofnotuð í botn. Ég er ekki að grínast með að ákveðið atriði í myndinni var í slow motion ALLAN tímann, ekki ein einasta pása. Þrívíddin hinsvegar er rosalega flott og var það engin lygi þegar þeir sögðust hafa tekið myndina upp í „Cameron þrívídd“, hvað sem það þýðir. Avatar heldur samt titlinum sem flottasta þrívíddar mynd, þökk sé því að hún er tölvugerð. Resident Evil fær hinsvegar titilinn „flottasta þrívíddar mynd 2010 (hingað til)“, já hún nær að bæta Despicable Me sem var alveg rosalega flott. Nú býð ég bara spenntur eftir því að sjá lokakaflann af Saw í þrívídd, þar sem þeir eru búnir að vera hype-a hana upp í botn. Allt þetta tæknilega dót heppnaðist þá alveg furðulega vel, klipping, kvikmyndataka, tæknibrellur og þrívídd. Ég hefði ekkert á móti því að vita hvað þessi mynd kostaði, sú upphæð er líklegast rugl há! Tónlistin í myndinni er líka alveg rosalega flott.

Leikararnir eru misjafnir. Sumir eru hræðilegir, sumir eru fínir og sumir eru góðir. Þessi sem lék vonda kallinn er alveg hreint hræðilegur. Mig grunar að hann sé með plagöt af Arnold Schwarzenegger uppá vegg þar sem frammistaða hans minnir alveg óeðlilega mikið á einhvern sem langar að leika Terminator, en kann bara ekki að leika. Milla Jovocich snýr aftur sem Alice í fjórða skiptið og er alveg ótrúlegt hversu hörð þessi kona er. Það liggur við að það væri hægt að henda henni inn í Expandebles gengið. Hún yrði þá allavega hálfur maður, sem myndi þá fylla hinn helminginn á móti Jet Li. Uppvakningarnir sýndu nánast engan tilgang nema taka á móti heitum blýkúlum, þar sem þeir náðu varla að skaða neinn. Hinsvegar þá er einn uppvakningur sem stendur upp úr. Hann kemur upp úr þurru og gerir allt brjálað með þessu 500 kílóa vopni sínu. Hann á án efa flottasta bardaga atriðið í myndinni, og þau eru mörg mjög flott.

Resident Evil : Afterlife kemur verulega á óvart sem mynd byggð á tölvuleik og gæti bara mögulega verið að hún sé sú besta. Hún er ekki að henda inn asnalegum hlutum frá tölvuleiknum til að gera aðdáendur ánægða heldur gefur sínar tilvitnanir sem bara fólk sem kannast við leikinn á eftir að fatta. Í heildina litið þá er hún fín sem hasarmynd en fellur algjörlega sem hryllingsmynd, þó að ég held að hún sé bara ekkert að reyna taka sig of alvarlega á því sviði. Anderson hefði samt sem áður mátt slaka aðeins á með slow-motionið (já, til að svara spurningunni þinni, það er meira slow-motion en í 300) en það er samt sem áður alveg ótrúlega svalt á tímapunktum.

Einkunn : 6 – MJÖG sterk sexa, hefði án efa orðið sjöa ef það hefði ekki verið svona mikið af slow-motion.

PS. Reynið að horfa á myndina án þess að syngja þetta lag innan í ykkur í hvert sinn sem tónlistin í myndinni byrjar. http://www.youtube.com/watch?v=g1tRU1fsU_Y
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.09.2010

Algjör Sveppi enn vinsælust á Íslandi

Vinsældir þrívíddarævintýramyndarinnar íslensku, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, virðast engan endi ætla að taka. Þriðju helgina í röð er hún aðsóknarmest allra mynda á Íslandi og slær burt keppinautan...

27.09.2010

Wall Street 2 á toppnum í Bandaríkjunum

Það fór eins og spáð hafði verið.Wall Street: Money Never Sleeps varð tekjuhæsta myndin í bíóhúsum í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Hafði hún betur en teiknimyndin Legend of the Guardians: The Owls of Ga'Hoole og The Town, e...

19.09.2010

Ben Affleck fór beint á toppinn

Ben Affleck kom sá og sigraði í Bandarískum bíóhúsum um helgina þegar nýjasta mynd hans The Town, tyllti sér á topp aðsóknarlistans með 23,8 milljónir Bandaríkjadala í aðgangseyri. Myndin er dramamynd um bankaræningja...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn