Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Scarecrow 1973

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The road leads itself to somewhere.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Max er fyrrum fangi, sem hefur verið að safna peningum til að opna bílaþvottastöð í Pittsburgh. Lionel er heimilislaus sjómaður sem er að snúa heim til mið-vesturríkjanna til að sjá barn sitt sem fæddist á meðan hann var úti á sjó. Þeir eru ólíkir félagar saman á ferðalagi austur á bóginn: hinn hávaðasami Max lærir ýmislegt á því að umgangast... Lesa meira

Max er fyrrum fangi, sem hefur verið að safna peningum til að opna bílaþvottastöð í Pittsburgh. Lionel er heimilislaus sjómaður sem er að snúa heim til mið-vesturríkjanna til að sjá barn sitt sem fæddist á meðan hann var úti á sjó. Þeir eru ólíkir félagar saman á ferðalagi austur á bóginn: hinn hávaðasami Max lærir ýmislegt á því að umgangast Lionel: Lionel trúir því að fuglahræður hræði ekki fugla, heldur skemmti þeim - fuglum finnist fuglahræður fyndnar. ... minna

Aðalleikarar


Það er alltaf gaman að benda á góða mynd og þetta er dulbúin snilld. Hér fara leikararnir Al Pacino og Gene Hackman á kostum sem tveir gangandi ferðalangar sem hittast á ferðalagi sínu um þjóðveginn. Saman lenda þeir í ótrúlegum atburðum sem nær að skilja mann agndofa í lokin. Báðir hafa þeir sínum erindum að sinna og er skemmtilegt hversu mismunandi þau eru. Myndin sjálf er alls ekki hröð og byggist meira á góðum samtölum.Ég er viss um að hér eru hlutirnir gerðir í meiri listrænum tilgangi en peningalegum. Maður hefur heyrt um flestar myndir með Al Pacino en þetta er 28 ára gömul mynd sem ég skora á alla að sjá því hún kemur skemmtilega á óvart
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn