Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það er alltaf gaman að benda á góða mynd og þetta er dulbúin snilld. Hér fara leikararnir Al Pacino og Gene Hackman á kostum sem tveir gangandi ferðalangar sem hittast á ferðalagi sínu um þjóðveginn. Saman lenda þeir í ótrúlegum atburðum sem nær að skilja mann agndofa í lokin. Báðir hafa þeir sínum erindum að sinna og er skemmtilegt hversu mismunandi þau eru. Myndin sjálf er alls ekki hröð og byggist meira á góðum samtölum.Ég er viss um að hér eru hlutirnir gerðir í meiri listrænum tilgangi en peningalegum. Maður hefur heyrt um flestar myndir með Al Pacino en þetta er 28 ára gömul mynd sem ég skora á alla að sjá því hún kemur skemmtilega á óvart
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Home Video
Aldur USA:
R