Náðu í appið
Marley and Me 2

Marley and Me 2 (2011)

"Óþekkasti hundur í heimi er kominn aftur"

1 klst 30 mín2011

Það muna vafalaust flestir eftir myndinni um labradorinn Marley sem átti hug og hjörtu fjölskyldu sinnar en var um leið helsta áhyggjuefnið á heimilinu því...

IMDb5.7
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Streymi
Netflix
Leiga
Síminn

Söguþráður

Það muna vafalaust flestir eftir myndinni um labradorinn Marley sem átti hug og hjörtu fjölskyldu sinnar en var um leið helsta áhyggjuefnið á heimilinu því uppátæki hans komu bæði honum sjálfum og öðrum oft í hin mestu vandræði. Sú mynd sem hér kemur út er ekki framhald þessarar myndar heldur forsagan því hún gerist þegar Marley var hvolpur, áður en atburðir fyrri myndarinnar gerðust. Og það sem meira er, í þessari mynd getur Marley talað! Þau John og Jennifer, eigendur Marleys, hafa brugðið sér í ferðalag og fengið hinn unga Bodi Grogan til að gæta hans. Þetta á auðvitað ekki að vera neitt mál, nema hvað að Marley er þegar byrjaður að fremja hin ýmsu hundapör þannig að Bodi lendir fljótlega í hinum mestu vandræðum með að hemja hann. En þá dettur honum í hug að fara með Marley í þjálfun ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar