Náðu í appið
Zambezia

Zambezia (2012)

Fuglaborgin

"They'll have to wing it... in this bird city!"

1 klst 23 mín2012

Myndin gerist í hinni víðlendu Afríku, nánar tiltekið við hina fögru og tilkomumiklu Viktoríufossa þar sem fuglar hafa stofnað sína eigin borg, fuglaborgina Zambezíu.

Rotten Tomatoes29%
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Myndin gerist í hinni víðlendu Afríku, nánar tiltekið við hina fögru og tilkomumiklu Viktoríufossa þar sem fuglar hafa stofnað sína eigin borg, fuglaborgina Zambezíu. Við kynnumst hér fálkanum Kai sem í byrjun myndarinnar heldur af stað í leit að fuglaborginni þar sem hann hefur heyrt að gott sé að vera. Kai er ungur og óreyndur og veit ekki mikið um lífið og tilveruna enn sem komið er. Á móti kemur að hann er bæði hughraustur, áræðinn og svo sannarlega tilbúinn til að læra allt það sem fuglar þurfa að læra til að komast af, ekki síst fálkar eins og hann. Og Kai er fljótur að falla inn í hópinn sem býr í Zambezíu enda hittir hann strax marga litríka og sniðuga fugla sem eru alveg til í að kenna honum hitt og þetta, bæði um skemmtilega hluti og svo þá hluti sem honum ber að varast. Lífið í Fuglaborginni gæti ekki verið skemmtilegra og viðburðaríkara. En fuglarnir í Zambezíu eiga sér líka óvini sem ásælast egg þeirra og stundum þá sjálfa. Við slík óargadýr þarf að berjast og þá er betra að sýna hugkvæmni, enda eru óvinirnir bæði stórir og sterkir. Og í þeim átökum á Kai eftir að sýna að hann er engin liðleskja ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Wayne Thornley
Wayne ThornleyLeikstjóri
Anthony Silverston
Anthony SilverstonHandritshöfundurf. -0001
Raffaella Delle Donne
Raffaella Delle DonneHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

The Department of Trade, Industry and Competition of South AfricaZA
The National Film and Video Foundation of South AfricaZA
Wonderful WorksJP
120dB FilmsUS
TriggerfishZA