Arme Riddere
2011
(Jackpot)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 7. desember 2012
Sænska
59% Critics 43
/100 Óskar vaknar með haglabyssu í höndunum, alblóðugur og skíthræddur á strípibúllu. Í kringum hann eru 8 lík og fjöldi lögreglumanna, sem miða á hann sínum byssum. Óskar er sannfærður um eigið sakleysi. Þetta byrjaði allt þegar hann og þrír vinir hans duttu í lukkpottinn og unnu andvirði tæplega 40 milljóna íslenskra króna í getraununum... Oscar... Lesa meira
Óskar vaknar með haglabyssu í höndunum, alblóðugur og skíthræddur á strípibúllu. Í kringum hann eru 8 lík og fjöldi lögreglumanna, sem miða á hann sínum byssum. Óskar er sannfærður um eigið sakleysi. Þetta byrjaði allt þegar hann og þrír vinir hans duttu í lukkpottinn og unnu andvirði tæplega 40 milljóna íslenskra króna í getraununum... Oscar Svendsen virðist hvorki vita í þennan heim né annan þegar lögreglan kemur að honum inni á nektarstað í kjölfar mikils skotbardaga. Átta manns liggja í valnum og Oscar er með haglabyssu sem bendir óneitanlega til að hann hafi átt síðasta leik í bardaganum. Oscar er því afvopnaður, handtekinn og fluttur á lögreglustöðina þar sem yfirheyrslur yfir honum hefjast um leið. Smám saman kemur í ljós hvað gerðist. Allt byrjar með því að fjórir vinnufélagar sem vinna saman í verksmiðju, og eru jafnframt fyrrverandi tugthúslimir, splæsa saman í getraunamiða í norska boltanum. Þeir uppgötva síðan að þeir eru með alla leikina rétta og verða ærir af fögnuði þegar í ljós kemur að þeir hafa unnið 1,7 milljónir norskra króna, sem jafngildir um 34 og hálfri milljón íslenskra. Það rennur þó fljótlega upp fyrir þeim að þeir þurfa víst að skipta vinningnum í fernt ...... minna