Náðu í appið
Band Baaja Baaraat

Band Baaja Baaraat (2010)

Wedding Planners

2 klst 19 mín2010

Shruti (Anushka Sharma) og Bittoo (Ranveer Singh) stofna saman fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að skipuleggja brúðkaup fyrir fólk.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Shruti (Anushka Sharma) og Bittoo (Ranveer Singh) stofna saman fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að skipuleggja brúðkaup fyrir fólk. Þau byrja sem viðskipta­félagar og ætla að halda einkalífi og vinnunni aðskildri. Það gengur hins vegar upp og ofan. Indversk brúðkaup geta verið alveg sér á parti, þar getur fjöldi boðsgesta varað frá 100 manns upp í 10.000 manns svo það er ekki heiglum hent að undirbúa svoleiðis viðburð. Íburðurinn er mjög mikill, veislustaðurinn er allur skreyttur hvort sem það er torg eða kirkja brúðurin er máluð með henna litum á höndum og fótum og hlaðin gulli og gimsteinum. Kvikmyndin er byggð upp á nokkrum brúðkaupum sem þau undirbúa allt frá litlu sveitabrúðkaupi upp í brúðkaup ríkisarfans. Unga parið gerir sáttmála um að blanda ekki saman einkalífi og vinnu þ.e.a.s það er bannað að verða ástfanginn af hvort öðru. En þau sjá ekki fyrir öllu og málin flækjast þegar tilfinningarnar koma inn í spilið. Myndin er algjört augnakonfekt, það er erfitt annað en hrífast með það er svo mikil gleði, söngur og fallegir litir í henni og tónlistin er grípandi. Kvikmyndin hefur unnið til margra verðlauna t.d. fyrir heitasta parið og besta byrjandann en hún er frumraun Ranveer Singh sem leikur unga manninn. Ranveer Singh heillaði leikstjórann upp úr skónum og var ráðinn í hlutverkið strax eftir fyrstu prufu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Maneesh Sharma
Maneesh SharmaLeikstjóri

Aðrar myndir

Framleiðendur

Yash Raj FilmsIN

Verðlaun

🏆

Anushka Sharma hlaut verðlaun sem besta leikkonan, myndin hlaut verðlaun fyrir bestu tónlistina, tilnefnd fyrir besta leikstjóran, hlaut tilnefningu í Star screen Award sem besta myndin