Jesus Henry Christ (2012)
"Það getur verið erfitt að finna sjálfan sig"
Gamanmynd um tíu ára dreng sem var getinn í glasafrjóvgun og ákveður að leita uppi hinn raunverulega föður sinn.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Gamanmynd um tíu ára dreng sem var getinn í glasafrjóvgun og ákveður að leita uppi hinn raunverulega föður sinn. Henry James Herman er afburðagreint barn og í prófunum sem gerðar hafa verið á honum hefur hann mælst með næst hæstu gáfnavísitölu sem nokkurn tíma hefur mælst. Gáfurnar notar Henry til að skoða og meta tilveruna og setur m.a. allt á endann í kaþólska skólanum sínum þegar hann kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki til neinn jólasveinn, enginn guð og að trúarbrögð séu í heild sinni tómt rugl. Dag einn fær hann óslökkvandi áhuga á að finna hinn raunverulega föður sinn því þótt femínistinn mamma hans sé ágætlega gefin þá hefur hann sennilega fengið gáfurnar frá honum. Við sjáum hvað setur ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur











