Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Impossible 2012

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. desember 2012

Ekkert er öflugra en mannsandinn

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Á annan dag jóla árið 2004 olli jarðskjálfti í Indlandshafi gríðarlegri flóðbylgju sem á endanum kostaði yfir 227.000 manns lífið í 14 löndum. Hér er sögð sönn og mögnuð saga fimm manna fjölskyldu sem upplifði þessar náttúruhamfarir. Mikil áhersla hefur verið lögð á að endurskapa atburðarásina á sem sannastan hátt, ekki síst hvernig það... Lesa meira

Á annan dag jóla árið 2004 olli jarðskjálfti í Indlandshafi gríðarlegri flóðbylgju sem á endanum kostaði yfir 227.000 manns lífið í 14 löndum. Hér er sögð sönn og mögnuð saga fimm manna fjölskyldu sem upplifði þessar náttúruhamfarir. Mikil áhersla hefur verið lögð á að endurskapa atburðarásina á sem sannastan hátt, ekki síst hvernig það var að vera á staðnum þegar flóðbylgjan, sem sums staðar náði yfir 30 metra hæð, skall á strandlengjunni án nokkurrar viðvörunar. Hjónin Henry og Maria eru ásamt sonum sínum þremur, þeim Simoni, Thomasi og Lucasi, stödd í sumarleyfisparadís í Tælandi og hefur bæði haft það gott og skemmt sér vel það sem af er ferðinni. Um tíuleytið að morgni 26. desember er fjölskyldan ásamt fjölda annarra að njóta lífsins við hótelið sem þau gista á þegar andrúmsloftið breytist skyndilega. Einhver óáþreifanleg ógn er í lofti. Örskömmu síðar skellur há og kraftmikil flóðbylgjan á ströndinni, tætir í sig allt sem fyrir verður og hrífur með sér fólk og brak. Skelfingin var nánast ólýsanleg og við tók margra mínútna lífsbarátta þar sem hver og einn gat lítið annað gert en að reyna að komast af í ægivaldi flóðsins. Og þegar allt var um garð gengið og flóðbylgjan hafði sjatnað blasti lítið betra við ...... minna

Aðalleikarar

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.10.2021

Halloween Kills mun stuða fólk

Jamie Lee Curtis, aðalleikkona hrollvekjunnar Halloween Kills, sem kemur í bíó í næstu viku, segir að kvikmyndin muni stuða fólk og gera áhorfendur órólega. Myndin heldur áfram þar sem frá var horfið í Halloween frá 2018 en sú mynd var beint framhald hinnar goðsagnakenndu f...

24.07.2016

Black Panther bakvið tjöldin - Fyrsta aukaefni!

Gærdagurinn var sannkölluð veisla fyrir gesti Comic-Con afþeyingarráðstefnunnar í San Diego í gær, en þá voru, eins og við greindum frá í gær, frumsýndar stiklur úr ýmsum væntanlegum myndum, eins og King Arthur: The Legend of the Sword, Justice...

11.12.2013

World War Z 2 leikstjóri fundinn

Eftir glimmrandi gott gengi uppvakningatryllisins World War Z fyrr á þessu ári, þar sem myndin þénaði 540 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni á alheimsvísu, þá hafa framleiðslufyrirtækin Paramount og Skydance Pictures un...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn