Náðu í appið
The Frozen Ground

The Frozen Ground (2012)

"13 ára ofsi"

1 klst 45 mín2012

Sönn saga lögreglumannsins Glenns Flothe sem einsetti sér að handsama fjöldamorðingja sem myrti á milli 18 og 25 stúlkur á árunum 1970-1983.

Rotten Tomatoes61%
Metacritic37
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Söguþráður

Sönn saga lögreglumannsins Glenns Flothe sem einsetti sér að handsama fjöldamorðingja sem myrti á milli 18 og 25 stúlkur á árunum 1970-1983. Segja má að lögreglan í bænum Anchorage hafi vart vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar ungar stúlkur tóku að hverfa sporlaust í grennd við bæinn árið 1980. Þegar lík nokkurra þeirra fundust síðar í afskekktu skóglendi varð ljóst að fjöldamorðingi gengi laus. Eftir sem áður stóð lögreglan ráðalaus fyrst um sinn og mikil hræðsla greip um sig í bænum. Þegar hinni 17 ára gömlu Cindy Paulson tókst að sleppa frá morðingjanum þann 13. júní árið 1983 komst hins vegar skriður á málið og með hennar vitnisburði tókst lögreglumanninum Glenn Flothe að komast á spor illvirkjans, hins 44 ára Roberts Hanson. Þegar Robert var síðan handtekinn í október 1983 kom í ljós að hann hafði stundað sína miður skemmtilegu iðju í 13 ár, eða allt frá árinu 1970, og er saga hans hreint og beint ótrúleg.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Scott Walker
Scott WalkerLeikstjóri

Aðrar myndir

Framleiðendur

Picture Perfect CorporationUS
Grindstone Entertainment GroupUS
Cheetah Vision
Court FiveUS
Valentina Films
K5 InternationalDE