Elles (2011)
"The world's oldest profession still has its secrets."
Elles Anne (Binoche) er blaðamaður fyrir franska tímaritið Elle og vinnur að grein um ungar námskonur sem sjá sér farborða með vændi.
Bönnuð innan 16 áraSöguþráður
Elles Anne (Binoche) er blaðamaður fyrir franska tímaritið Elle og vinnur að grein um ungar námskonur sem sjá sér farborða með vændi. Stúlkurnar hafa ekki áhuga á umfjöllun en Anne tekst að sannfæra tvær þeirra um að tjá sig; hina metnaðargjörnu hagfræðistúdínu Alicja (Kulig) sem yfirgaf Pólland í leit að frama og hina hógværu Charlotte (Demoustier) sem er í undirbúningsnámi fyrir háskóla, staðráðin í að komast burt frá nöturlegum uppruna sínum. Anne á von á frásögnum um vesöld og hugarraunir en stúlkurnar lýsa frelsistilfinningu, stolti og auknum umráðarétti yfir eigin lífi. Kynni Anne af þessum stúlkum verða náin og vekja hana til umhugsunar um eigin kynvitund.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Framleiðendur
















