Náðu í appið
Öllum leyfð

Ófeigur gengur aftur 2013

(Spooks and Spirits)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. mars 2013

Það getur verið erfitt að búa með pabba. Ekki síst þegar hann er látinn.

Íslenska

Ófeigur er nýlátinn en andi hans neitar að halda yfir móðuna miklu og heldur til í sínu gamla húsi þar sem þau Anna og Ingi búa núna. Þar fylgist hann með öllu og er óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar Anna og Ingi ráðgera að selja húsið bregst Ófeigur ókvæða við þannig að Ingi ákveður að leita ráða í gamalli galdrabók... Lesa meira

Ófeigur er nýlátinn en andi hans neitar að halda yfir móðuna miklu og heldur til í sínu gamla húsi þar sem þau Anna og Ingi búa núna. Þar fylgist hann með öllu og er óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar Anna og Ingi ráðgera að selja húsið bregst Ófeigur ókvæða við þannig að Ingi ákveður að leita ráða í gamalli galdrabók til að losna við hann fyrir fullt og allt. Þær áætlanir bregðast hins vegar þegar tilraunir til að særa Ófeig út úr húsinu hafa þveröfug áhrif og vekja þess í stað upp nýjan draug, fyrrverandi unnustu Ófeigs sem óhætt er að segja að sé smáklikkuð í ofanálag. Við komu hennar magnast reimleikarnir í húsinu um allan helming. Þegar Ófeigur ber sig til við að beita valdi til að varpa konu með miðilsgáfu út úr húsinu verður ljóst að nú duga ekki lengur nein vettlingatök ... ... minna

Aðalleikarar

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.09.2015

Kalli Bjarna fær hjálp frá Snata

Ný stikla úr Smáfólki, eða Peanuts, er komin út, en í henni þarf Kalli Bjarna, eða Charlie Brown, hjálp til ná athygli nýju sætu stelpunnar í bekknum. Hinn ævarandi lítilmagni sem Kalli ávallt er í þessum fráb...

19.11.2014

Smáfólk í bíó - Fyrsta stikla!

FOX Family Entertainment frumsýndi í gær fyrstu stikluna fyrir The Peanuts Movie, eða Smáfólk, eins og teiknimyndasagan heitir í íslenskri þýðingu. Stiklan er fyrsta sýnishorn úr þessari fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem gerð e...

23.02.2014

Valinn besti leikari í aðal- og aukahlutverki

Kvikmyndin Málmhaus hlaut átta verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni sem fór fram með pompi og prakt í Hörpu í gærkvöldi. Næst á eftir kom Hross í oss með sex verðlaun og tók myndin stærstu verðlaun kvöldsins, þar á meðal ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn