Náðu í appið
Í takt við tímann

Í takt við tímann (2004)

In Tune with the Time

1 klst 39 mín2004

Í takt við tímann greinir að mestu frá sömu persónum og komu fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu, nema hvað nú eru þær persónur 22 árum eldri.

Deila:
Í takt við tímann - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Í takt við tímann greinir að mestu frá sömu persónum og komu fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu, nema hvað nú eru þær persónur 22 árum eldri. Í framlínunni eru söngvararnir Kristinn Styrkársson Proppé og Harpa Sjöfn Hermundardóttir, en örlögin réðu því að leiðir þeirra skildu á þjóðhátíð í Herjólfsdal, eins og alþjóð er kunnugt. Stuðmenn eru í upphafi myndar aðeins lítið tríó á hótelbar á Spáni, en vita líka að Ísland er land tækifæranna, þar sem nýsköpunarverkefnin bjóðast hvert sem litið er. Dúddi er löngu hættur að róta og leggur nú stund á öllu andlegri störf og virðist sá eini sem hefur slegið almennilega í gegn. Í ljós kemur að á milli Kristins og Hörpu Sjafnar ríkir einkennileg spenna. Undarlegur atburður varpar algerlega nýju ljósi á samband þeirra og sagan tekur skyndilega áður ófyrirséða stefnu...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (14)

Þetta er ansi góð mynd. Eggert fer á kostum í þessari mynd sem öllum öðrum myndum sem hann hefur leikið í. Allir ættu að skjella sér á þessa mynd. Það hefur tekist ansi vel að fylgj...

★★★★★

Þetta er besta mynd sem maður getur séð hún er ekkert annað en snilld! Það erbara skylda að sjá þessa mynd og bara alla settið s.s 1 og 2 líka! Þetta er mynd sem er full af spennu og er ...

★★★★★

Þessi mynd er tvímælalaust einhver sú best heppnaða sjálfstæða-framhaldsmynd sem að ég hef séð lengi. Gaman að því hvernig Stuðmönnum tekst að gera líkt og Dan Ackroyd tókst ásamt...

Í takt við tíman er óbeint framhald myndarinar Með allt á hreinu sem sló í gegn árið 1982. Myndin er nú aðeins lakari enn forveri hennar en hún hefur þó áhveðið skemmtana gildi sem e...

Ágætir Stuðmenn

★★★☆☆

Í takt við tímann er mynd sem ég fór á með væntingar í lágmarki, og rúmlega það. Það er kannski enginn ákveðin ástæða þar á bakvið. Ég fílaði fyrri myndina ágætlega þótt ...

Í Takt Við Tíman er framhald Með Allt Á Hreinu sem að sló í gegn á sínum tíma. Hér er á ferðinni en ein úldin Íslensk þvæla þar sem maður gerir ekkert annað en að drepast úr lei...

Var að koma af þessari mynd og skemmti mér mjög vel. Það er ekki auðvelt verk að fylgja Með allt á hreinu eftir og auðvitað er viðbúið að menn hafi þúsund mismunandi skoðanir á þv...

Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við miklu þegar ég fór á þessa mynd. Mér datt ekki í hug að hún gæti toppað Með allt á hreinu. Hún gerir það að vísu ekki, en hún kems...

Fönn, fönn, fönn, ... Það er auðvitað alltaf erfitt að gera mynd númer tvö þegar fyrri myndin er hrein snilld. Þá gerir maður sér líka væntingar um að næsta mynd muni toppa þá fyr...

★★★★★

Í takt við tímann er uppfull af góðum húmor og Eggert fer gjörsamlega á kostum í hlutverki Dúdda, langbesta hlutverk sem ég hef séð hann í. Nýja útgáfan af búktalssatriðinu fræga v...

Úff hvað get ég sagt:o/ Kom út kolrugluð vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta, var ég að misskilja eitthvað....eða kannski þau!!! Kíkti á kvikmyndir.is og sá mér til mikils ...

Oj bara! þessi mynd var sú ÖMULEGASTA sem ég hef á ævi minni séð, hún var mjög langdreginn og tónlistinn var mjög léleg. Ég ætlaði að labba út í hléi en ég varð að sjá hvort þ...

Ég fór á þessa mynd með engar væntingar og var þessvegna ekkert fúll þó hún væri mjög léleg, en þó var hún eiginlega lélegri en ég átti von á, Í takt við tíman er sennilega ver...

Framleiðendur

Bjarmaland