Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Purge 2012

(Hreinsun)

Frumsýnd: 26. október 2012

Ást, blekking, fórn.

125 MÍNFinnska

Aliide hefur upplifað hrylling Stalínstímans og nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu. Sjálf hefur hún mannslíf á samviskunni og er þjökuð af sektarkennd. Nótt eina árið 1992 finnur hún unga konu við hús sitt, þetta er Zara sem hefur sloppið úr klóm rússnesku mafíunnar þar sem hún var kynlífsþræll. Aliide kemst að því að Zara er skyld henni.... Lesa meira

Aliide hefur upplifað hrylling Stalínstímans og nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu. Sjálf hefur hún mannslíf á samviskunni og er þjökuð af sektarkennd. Nótt eina árið 1992 finnur hún unga konu við hús sitt, þetta er Zara sem hefur sloppið úr klóm rússnesku mafíunnar þar sem hún var kynlífsþræll. Aliide kemst að því að Zara er skyld henni. Saman leggja þær í mikla háskaför á vit skelfilegrar fortíðar í Eistlandi Sovéttímans. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Sofi Oksanen. Bókin kom út á íslensku árið 2010 undir nafninu Hreinsun og naut mikillar hylli íslenskra lesenda. Hreinsun er enda meðal umtöluðustu skáldverka undanfarinna ára. Leikritið var frumflutt í finnska Þjóðleikhúsinu árið 2007 og í kjölfarið skrifaði höfundurinn skáldsögu upp úr efni þess Hreinsun er einstaklega áhrifamikil saga um ást, grimmd og svik, og örvæntingarfulla baráttu manneskjunnar fyrir því að lifa af ofbeldi og niðurlægingu og verða heil að nýju. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn