Beautiful Creatures (2013)
"Dark secrets will come to light"
Lena er hluti af stórundarlegri fjölskyldu þar sem hver fjölskyldumeðlimur, að Lenu meðtalinni, býr yfir orku og kröftum sem geta vart talist af þessum heimi.
Bönnuð innan 12 ára
HræðslaSöguþráður
Lena er hluti af stórundarlegri fjölskyldu þar sem hver fjölskyldumeðlimur, að Lenu meðtalinni, býr yfir orku og kröftum sem geta vart talist af þessum heimi. Svo háttar til í þeirra veröld að Lena þarf nú að fara að velja hvort hún muni á sínum sextánda afmælisdegi ganga myrkrinu á hönd eða ljósinu. Ethan Wate er ungur maður sem verður hrifinn af Lenu daginn sem þau hittast fyrst, en ást hans á henni er forboðin og gæti stefnt þeim báðum í mikla hættu. Þetta veit Lena, en um leið finnur hún að tilfinningar hennar til Ethans verða sterkari og sterkari og á því úr vöndu að ráða. Um leið kemst Ethan að því að tengsl hans og Lenu eru meiri en hann hélt í fyrstu því saga fjölskyldna þeirra tvinnast saman langt aftur í aldir. Hann einsetur sér að koma í veg fyrir að Lena gangi myrkrinu á vald en má síns lítið gegn þeim kröftum sem sækja á hana og munu að lokum berjast um sál hennar ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur
























