Identity Thief (2013)
"She's having the time of his life"
Sandy Patterson er kurteis fjölskyldumaður sem býr í Denver í Colorado og kemst að því einn góðan veðurdag að búið er að tæma bankareikninga hans...
Bönnuð innan 12 áraSöguþráður
Sandy Patterson er kurteis fjölskyldumaður sem býr í Denver í Colorado og kemst að því einn góðan veðurdag að búið er að tæma bankareikninga hans og fullnýta kreditkortaheimildirnar auk þess sem hann er skyndilega orðinn eftirlýstur af alríkislögreglunni fyrir að mæta ekki fyrir rétt í Miami í Flórída. Sandy veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið en eftir að lögreglan handtekur hann kemur í ljós að kona ein sem býr í Flórída og hefur í sig og á með svindli hefur komist yfir allar persónuupplýsingar hans og þykist nú vera hann. Þar sem ljóst er að það muni líða langur tími þar til málið er komið á hreint eftir venjulegum leiðum ákveður Sandy að fara sjálfur til Miami og reyna að tala um fyrir konunni áður en hún kemur honum í enn meiri vandræði ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur






























