Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Horrible Bosses 2011

Justwatch

Frumsýnd: 27. júlí 2011

Is your boss a sex crazed maneater?

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Félagarnir Nick Hendricks, Dale Arbus og Kurt Buckman vinna hver á sínum vinnustaðnum, en þeir eru allir jafn óhamingjusamir í vinnunni. Ástæðan er sú að yfirmenn þeirra allra eru hinir mestu vargar. Yfirmaður Nicks, Dave Harken, er geðsjúkur mikilmennskubrjálæðingur sem níðist á Nick vegna þrár hans um að komast ofar í virðingarstiganum. Yfirmaður Dale,læknirinn... Lesa meira

Félagarnir Nick Hendricks, Dale Arbus og Kurt Buckman vinna hver á sínum vinnustaðnum, en þeir eru allir jafn óhamingjusamir í vinnunni. Ástæðan er sú að yfirmenn þeirra allra eru hinir mestu vargar. Yfirmaður Nicks, Dave Harken, er geðsjúkur mikilmennskubrjálæðingur sem níðist á Nick vegna þrár hans um að komast ofar í virðingarstiganum. Yfirmaður Dale,læknirinn Julia Harris, beitir hann óspart kynferðislegri áreitni, og yfirmaður Kurts, Bobby Pellitt, er hreinlega fáviti sem vill láta reka alla sem eru feitir, fatlaðir eða óvenjulegir á einhvern hátt. Í örvæntingu sinni ákveða félagarnir að snúa vörn í sókn og tryggja hamingju sína með því að myrða yfirmennina þrjá, en það er ekki jafn auðvelt að drepa manneskju og margir halda.... minna

Aðalleikarar

Létt skemmtun
Hugmyndin á bakvið þessa mynd er virkilega góð og margir möguleikar að gera mjög skemmtilega og fyndna grínmynd úr þessu öllu saman. Hinsvegar velur myndin ekki beint allrabestu möguleikana og úr verður ágæt skemmtun. Í fyrsta lagi er myndin allt of einföld og þannig séð gerist mjög lítið í henni og mér leið eins og væri að horfa á þátt eftir myndina því það var bara svo lítið í gangi og mér leið eins og hún væri tæpar 80 mínútur eða eitthvað. Það er kannski ekki galli því þá leiddist mér ekki en hefði samt mátt vera aðeins lengri.

Leikararnir standa sig allir ágætlega en enginn skilur neitt eftir sig enda mjög óeftirminnilegir karakterar og mjög einfaldir í þokkabót. Það eru samt allir mjög fínir. Kevin Spacey stendur að mínu mati upp úr (ásamt Charlie Day og Colin Farrell, reyndar) og ákveðið atriði þar sem honum er komið á óvart er langfyndnasta atriðið þótt að fyndna atvikið endist bara í fáeinar sekúndur.

Colin Farrell fær mjög lítinn skjátíma en hann er mjög skemmtilegur allur á kóki og á sín móment. Sama er hægt að segja um Day sem er mjög hress og ofvirkur (kannski of) og stelur senunni auðveldlega frá Sudeikis og Bateman. Bateman þarf að sýna nýjar hliðar á sér eða koma Arrested Development á skrið, annars bara virkar hann ekki. Auðvitað er hann viðkunnalegur og allt það en hann er fremur einhæfur. Sudeikis er kannski ekki jafn einhæfur en heldur ekkert bjartasti punktur myndarinnar.

Einföld mynd með einföldum karakterum en samt með gott skemmtanagildi og ætti að skemmta flestum en mjög auðgleymd. Þrátt fyrir að vera skemmtileg mætti bæta aðeins upp á húmorinn sem er áberandi fjarverandi á sumum punktum. 6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nokkuð fyndin en skortir bit
Þegar ég sest niður til að horfa á mynd eins og Horrible Bosses þá finnst mér hún þurfa að vera reglulega fyndin, ef ekki þá skemmtileg allan tímann, svo hún sé tímans virði. Það er auðvitað alltaf kostur þegar gamanmyndir stýrast af ferskum og flugbeittum handritum en því miður er það ekki tilfellið hérna. Myndin hefur skemmtilega dökka grunnhugmynd sem nær léttilega til allra þeirra sem hafa átt erfiðan yfirmann í gegnum ævina (og viljað myrða hann...) en atburðarásin er allan tímann eitthvað svo kunnugleg og söguþráðurinn fer sjaldnast þær leiðir sem við höfum ekki farið áður. Ég myndi að vísu gefa myndinni hrós fyrir að vera nokkuð ófyrirsjáanleg, en miðað við mynd sem er næstum því drifin af heppilegum tilviljunum þá finnst mér mjög hæpið að gera það.

Horrible Bosses finnst mér vera soðin saman úr þremur fáránlega fyndnum en samt ólíkum gamanmyndum: Költ-uppáhaldinu Office Space, '80s klassíkinni Ruthless People og hinni oflofuðu - en samt meinfyndnu - The Hangover. En ef húmorinn er góður þá skipta ófrumlegheit og handritsgallar minna máli, en myndin er bara ekki eins fyndin og hún heldur að hún sé. Hún er reyndar oft ansi spaugileg en voða sjaldan sprenghlægileg. Bestu atriðin eru flest í seinni helmingnum (sem gerir þann fyrri ekkert alltof frábæran) svo ekki sé minnst á það að flestir albestu djókarnir eru sýndir í trailerunum. Það á svosem ekki að þurfa að bitna á gæðum myndarinnar en það er nú ekki eins og þetta sé einhver stórmynd sem flestir sjá hvort sem er. Semsagt, ef trailerarnir kitla þig þá geturðu séð myndina og vitað bestu atriðin fyrirfram, eða forðast allt kynningarefni og taka bara sénsinn blindandi. Ef þú getur það, veldu þá seinni kostinn, jafnvel þótt myndin sé augljóslega engin snilld.

Ég var aldrei ástfanginn af heimildarmyndinni The King of Kong eins og margir aðrir og hef fátt gott að segja um gamanmyndina Four Christmases. Það er þó auðséð að leikstjóri þessara mynda, Seth Gordon, þroskist eitthvað sem kvikmyndagerðarmaður með hverri mynd, og Horrible Bosses er það best heppnaða frá honum hingað til, sérstaklega hvað samspil leikara varðar. Jason Bateman, Charlie Day og Jason Sudekis mynda ágætt þríeyki sem "fórnarlömbin" þrjú og gera gott úr efninu sem þeir hafa (sem er, satt að segja, mjög lítið). Þeir eru samt allir samt nákvæmlega eins og við höfum séð þá áður; Bateman leikur sama karakter og við höfum alltaf séð hann leika, Day er alveg eins og í þáttunum It's Always Sunny in Philadelphia (sem má túlka á bæði góðan og slæman hátt - fer eftir hvernig þið höndlið hann) og Sudekis er… tjah… Sudekis. Hann er reyndar bestur þremenninganna.

Vondu yfirmennirnir (leiknir af Kevin Spacey, Jennifer Aniston og Colin Farrell) eru talsvert skemmtilegri karakterar heldur en svokölluðu góðu gæjarnir. Spacey og Farrell eru frábærir og það er nokkuð gaman að sjá Aniston loksins gera eitthvað nýtt, bæði með því að breyta ímynd sinni úr sakleysingja yfir í spólgraða tussu, og líka með því leika í mynd sem er ekki ómerkilegri en tannburstinn minn. Af yfirmönnunum þremur botnaði ég samt minnst í hennar persónu og fannst leikkonan aldrei selja hana nógu vel. Gestaleikararnir sem komu bara og fóru gerðu samt óvenju mikið við stuttan skjátíma. Jamie Foxx fær t.d. nokkrar góðar línur og Ioan Gruffudd leikur ábyggilega súrustu persónuna í allri myndinni, en túlkar hana grafalvarlega.

Handritið er samt stærsta vandamálið. Ekki nóg með það að það taki ýmislegt úr öðrum myndum heldur hristir maður alveg hausinn yfir því hversu ótrúverðug atburðarásin er. Tilviljanir eru þónokkuð margar og svo náði ég aldrei að trúa því hversu lítið þurfti til að sannfæra aðalkarakteranna um að vilja drepa yfirmennina sína. Þetta er að vísu gamanfarsi og oftast á maður ekki að leitast eftir raunsæi í slíkum, en persónulega hefði mér þótt það koma betur út ef drengirnir hefðu reynt ýmsar aðrar aðferðir til að losna við yfirmennina áður en morðtilraunir komu til greina. Söguþráðurinn ber merki um að hér sé kolsvört gamanmynd í uppsiglingu, en þar er hún að vekja upp falskar væntingar því hún fer í staðinn bara öruggu leiðina og verður aldrei jafn djörf og hún hefði getað orðið. Handritið fer ekki einu sinni með karakteranna eins og alvöru persónur. Þetta eru bara þunnir og illa skrifaðir aulabárðar með enga rökhugsun. Manni er alveg sama um þá þótt það sé kannski gaman að fylgjast með leikurunum. Já, þetta er tvennt ólíkt.

Sennilega er þetta fínasta afþreying fyrir þá sem búast ekki við of miklu. Hún var ekkert grípandi en alveg nógu athyglisverð til að halda mér í sætinu, og þrátt fyrir að húmorinn hitti misoft í mark þá er nógu mikið af uppákomum sem hífa heildina rétt upp úr meðalmennskunni.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.03.2020

15 þekktar bíómyndir undir öðrum nöfnum

Kvikmyndir geta oft heitið mismunandi nöfnum í ólíkum löndum. Það er þó yfirleitt undantekning ef titillinn er ekki í nokkurri líkingu við hinn upprunalega. Sum lönd stunda það grimmt að gera kvikmyndaheitin stundum...

02.02.2018

Nýtt í bíó - Lói - Þú flýgur aldrei einn

Íslenska teiknimyndin Lói - Þú flýgur aldrei einn kemur í bíó í dag, en myndin var frumsýnd við hátíðlega athöfn í gær.  Myndin verður sýnd í Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíói Akureyri. ...

10.12.2017

Helstu hlutverk Meghan Markle

Bandaríska leikkonan Meghan Markle hefur verið mikið á milli tannnanna á fólki eftir að breska konungsfjölskyldan upplýsti að hún og Harry prins, sonur Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, væru trúlofuð. Margir kannast við...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn