Létt skemmtun
Hugmyndin á bakvið þessa mynd er virkilega góð og margir möguleikar að gera mjög skemmtilega og fyndna grínmynd úr þessu öllu saman. Hinsvegar velur myndin ekki beint allrabestu möguleika...
"Is your boss a sex crazed maneater?"
Félagarnir Nick Hendricks, Dale Arbus og Kurt Buckman vinna hver á sínum vinnustaðnum, en þeir eru allir jafn óánægðir í vinnunni.
Bönnuð innan 12 ára
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiFélagarnir Nick Hendricks, Dale Arbus og Kurt Buckman vinna hver á sínum vinnustaðnum, en þeir eru allir jafn óánægðir í vinnunni. Ástæðan er sú að yfirmenn þeirra allra eru hinir mestu vargar. Yfirmaður Nicks, Dave Harken, er geðsjúkur mikilmennskubrjálæðingur sem níðist á Nick vegna þrár hans um að komast ofar í virðingarstiganum. Yfirmaður Dale, tannlæknirinn Julia Harris, beitir hann óspart kynferðislegri áreitni, og yfirmaður Kurts, Bobby Pellitt, er hreinlega fáviti sem vill láta reka alla sem eru feitir, fatlaðir eða óvenjulegir á einhvern hátt. Í örvæntingu sinni ákveða félagarnir að snúa vörn í sókn og tryggja hamingju sína með því að myrða yfirmennina þrjá, en það er ekki jafn auðvelt að drepa manneskju og margir halda.

Hugmyndin á bakvið þessa mynd er virkilega góð og margir möguleikar að gera mjög skemmtilega og fyndna grínmynd úr þessu öllu saman. Hinsvegar velur myndin ekki beint allrabestu möguleika...
Þegar ég sest niður til að horfa á mynd eins og Horrible Bosses þá finnst mér hún þurfa að vera reglulega fyndin, ef ekki þá skemmtileg allan tímann, svo hún sé tímans virði. Það e...