Náðu í appið
The Beekeeper

The Beekeeper (1986)

O melissokomos

2 klst 2 mín1986

Býflugnabóndinn Spiros ferðast frá Norður-Grikklandi til Suður-Grikklands með býflugurnar sýnar til að mæta vorinu.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Býflugnabóndinn Spiros ferðast frá Norður-Grikklandi til Suður-Grikklands með býflugurnar sýnar til að mæta vorinu. Spiros hættir að vinna sem kennari, dóttir hans giftir sig, og hann byrjar á sinni árlegu ferð með býflugurnar sínar til að ná í hunang frá mismunandi landsvæðum. Í vörubílnum hans finnur hann unga stúlku sem hefur verið yfirgefin og á enga að. Spiros leyfir henni að fljóta með í einn dag, en þegar hann sér hvað hún á erfitt með að finna sér far með öðrum bílum þá leyfir hann henni að vera áfram hjá sér í bílnum. Þau hittast og skiljast að nokkrum sinnum. Seinna mun hún segja að Spiros hafi verið sá eini sem hafi nokkru sinni verið góður við hana. En tilfinningar hans eru svo heftar að hann getur ekki sýnt þær, fyrr en eldfjall byrjar að gjósa. Hann leitar ekki eftir alvarlegu sambandi fyrr en eldgosið neyðir hann til að aka vörubílnum í gegnum glervegg kaffihúss þar sem stúlkan situr. Hún fylgir honum umsvifalaust. En eftir þetta glæpsamlega atvik geta þau ekki lengur gist á hótelum. Hún var reiðubúin til þess frá upphafi að sofa hjá honum. En þegar hann kyssir hana loksins, þá ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

International Cinema Company (ICC)IT
Theo Angelopoulos FilmsGR
ERTGR
MK2 FilmsFR
Greek Film CentreGR
Rai 3IT

Verðlaun

🏆

Myndin hlaut frábærar viðtökur gagnrýenda á sínum tíma og var m.a. tilnefnd sem besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.