Pain and Gain (2013)
"Their american dreams is bigger than yours."
Myndin fjallar um ótrúlega sögu sem gerðist árið 1999 í Miami í Bandaríkjunum þegar þrír einkaþjálfarar sem eru að reyna að upplifa ameríska drauminn, taka...
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Myndin fjallar um ótrúlega sögu sem gerðist árið 1999 í Miami í Bandaríkjunum þegar þrír einkaþjálfarar sem eru að reyna að upplifa ameríska drauminn, taka þátt í glæpsamlegu athæfi sem fer illilega úrskeiðis. Mark Wahlberg leikur líkamsræktarmanninn og fyrrverandi tugthúsliminn Daniel Lugo sem gengið hefur ágætlega upp á síðkastið en vill meira og er orðinn hundleiður á að bíða eftir að ameríski draumurinn rætist. Daniel vinnur og æfir í líkamsræktarstöðinni Sun Gym ásamt besta vini sínum, Adrian. Á sama stað venur komur sínar forríkur en spilltur viðskiptamaður, Victor Kershaw, sem gæti einmitt látið draum Daniels rætast sé réttu aðferðunum beitt, en þær aðferðir felast í því að ræna Victori og kúga út úr honum fé. Með í mannránið fær Daniel síðan Adrian og fyrrverandi fangann Paul Doyle sem óhætt er að segja að stígi ekki í vitið þrátt fyrir vöðvaknippin...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur























