Náðu í appið
Ambulance

Ambulance (2022)

2 klst 16 mín2022

Hermanninum fyrrverandi Will Sharp vantar sárlega fé til að greiða sjúkrakostnað eiginkonunnar.

Rotten Tomatoes68%
Metacritic55
Deila:
Ambulance - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Hermanninum fyrrverandi Will Sharp vantar sárlega fé til að greiða sjúkrakostnað eiginkonunnar. Hann leitar hjálpar hjá eina manninum sem hann veit að hann ætti ekki að leita til, ættleiddum bróður sínum Danny. Danny er atvinnuglæpamaður og býður Sharp upp á valkost, að taka þátt í stærsta bankaráni allra tíma í Los Angeles, þar sem stela á 32 milljónum Bandaríkjadala. Will er í klemmu vegna veikinda eiginkonunnar og getur ekki sagt nei. En þegar flóttinn fer illilega úrskeiðis, þá ræna bræðurnir sjúkrabíl með særðri löggu og bráðaliða innanborðs. Nú fer í hönd æsispennandi eltingarleikur um alla borg.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Þetta er þriðja myndin sem Gyllenhaal leikur aðalhlutverkið í sem er endurgerð danskrar myndar. Hinar eru The Guilty frá 2021 og Brothers frá 2009.
Ein persónan í Ambulance heitir Will Sharp. Í Armageddon frá 1998 er einnig persóna sem heitir Willie Sharp, en Michael Bay leikstýrði báðum myndum.
Jake Gyllenhaal og Yahya Abdul-Mateen II leika bræður þó svo annar sé hvítur en hinn svartur. Þetta er svipað og í Money Train þar sem Woody Harrelson og Wesley Snipes fóru með aðalhlutverkin.

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Bay FilmsUS
Endeavor ContentUS
New Republic PicturesUS
Project X EntertainmentUS
Universal PicturesUS