Company of Heroes (2013)
Það er komið að lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og uppgjöf Þjóðverja blasir við.
Bönnuð innan 16 ára
OfbeldiSöguþráður
Það er komið að lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og uppgjöf Þjóðverja blasir við. En Hitler á eitt útspil eftir! Mynd þessi er að hluta til byggð á samnefndum tölvuleik sem notið hefur mikilla vinsælda. Í mars árið 1945, þegar herir Bandamanna nálguðust síðasta vígi nasista í Berlín og þar með foringjann sjálfan, Adolf Hitler, mættu þeir enn mótstöðu þýskra hermanna sem var fyrirskipað að berjast uns yfir lyki. Lítil bandarísk hersveit er stödd innan víglínunnar þegar yfirmenn hennar komast að því að Hitler hefur í hyggju að sprengja risasprengju sem myndi hafa gríðarlegt mannfall og enn frekari hörmungar í för með sér. Við þetta er ekki hægt að una en til að stöðva þessi áform verður sveitin að leggja sig í enn meiri áhættu en áður ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur



















