Dicke Mädchen (2012)
Heavy Girls
Sven vinnur í banka og býr með móður sinni Edeltraut, sem orðin er elliær.
Öllum leyfðSöguþráður
Sven vinnur í banka og býr með móður sinni Edeltraut, sem orðin er elliær. Hann deilir öllu lífi sínu, íbúð og jafnvel rúmi með henni. Þegar Sven er í vinnunni kemur Daniel að líta til með Edeltraut. Hann fer með hana í hárgreiðslu, labbitúr og í verslanir, auk þess að hreinsa íbúðina. Einn daginn þegar Daniel er að þvo gluggana gerir Edeltraut sér lítið fyrir, læsir Daniel útá svölum og stingur af. Sven og Daniel hefja mikla leit að henni en það endar með því að þeir finna ekki aðeins þá gömlu heldur einnig hvorn annan og líf þeirra fer á annan endan! Þessi bráðskemmtilega frumraun hins unga leikstjóra Axel Ranisch sló í gegn í Þýskalandi og þykir boða nýjan tón í þýskri kvikmyndagerð. Myndin var afar ódýr og unnin að miklu leyti í spunavinnu.









