Náðu í appið
The Baytown Outlaws

The Baytown Outlaws (2012)

The Baytown Disco

"A Southern Whip-Ass Extravaganza!"

1 klst 38 mín2012

Þrír óttalausir bræður ákveða að aðstoða konu við að losna undan áhrifum eigin- manns síns en eru um leið að grafa sínar eigin grafir.

Rotten Tomatoes23%
Metacritic33
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Þrír óttalausir bræður ákveða að aðstoða konu við að losna undan áhrifum eigin- manns síns en eru um leið að grafa sínar eigin grafir. Myndin fjallar um Odie-bræðurna Brick, McQueen og Lincoln sem hafa sérhæft sig í innheimtuverkefnum sem krefjast óhefð- bundinna lausna, svo vægt sé til orða tekið. Dag einn leitar til þeirra kona að nafni Celeste og vill fá þá bræður til að hjálpa sér að glíma við eiginmann sinn, miskunnarlausa glæpa- kónginn Carlod sem svo sannarlega er ekkert lamb að leika sér við. Svo fer að bræðurnir taka að sér verkefnið sem meðal annars felur í sér að brjótast inn í hús Carlods og nema á brott son hans og Celeste. Það tekst en um leið hafa bræðurnir kallað yfir sig reiði Carlods sem virkjar nú allt sitt lið til að ná syninum aftur til sín og ganga um leið af bræðrunum dauðum. Og þeir Brick, McQueen og Lincoln hafa aldrei séð það svartara ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Barry Battles
Barry BattlesLeikstjóri

Framleiðendur

Lleju Productions
State Street PicturesUS