Náðu í appið
Cat's Eye

Cat's Eye (1985)

"Follow the newest cat-and-creature game as played through"

1 klst 34 mín1985

Þrjár hryllingssögur sem snúast um dularfullan flækingskött sem er að reyna að finna litla stúlku sem er í vandræðum.

Rotten Tomatoes68%
Metacritic70
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Þrjár hryllingssögur sem snúast um dularfullan flækingskött sem er að reyna að finna litla stúlku sem er í vandræðum. Í "Quitters Inc." tekur skuggalegur "læknir" í New York köttinn upp á arma sína, en hann notar tilraunakenndar aðferðir til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Nýjasti viðskiptavinur hans er maður að nafni Morrison, sem lærir fljótt að það hefur skelfilegar afleiðingar ef hann reynir að svindla. Í "The Ledge" þá tekur skuggalegur milljónamæringur frá Atlantic City að nafni Cressner, köttinn að sér, og neyðir atvinnutennisleikarann Norris ( sem er ástmaður eiginkonu hans ) til að ganga eftir mjórri syllu í kringum þakíbúð sína. Í "The General" þá er kötturinn kominn til Wilmington í Norður Karólínufylki og ung stúlka að nafni Amanda tekur hann að sér, en það er einmitt unga stúlkan sem kötturinn á að vernda. Það sem hún þarf hjálp við eru pínulítil tröll sem búa bakvið gólflistana í herberginu hennar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

The De Laurentiis CompanyUS
Famous Films ProductionsNL

Gagnrýni notenda (2)

Cat´s eye er skrifuð af Stephen King og leikstýrt af Lewis Teague(sem einnig gerði Cujo sem er líka byggð á Stephen King skáldsögu). Myndin segir frá þremur sögu sem tengjast gegnum ein...

Cat's Eye er mjög sérstök kvikmynd, hún er ekki leleg en samt ekki góð. Hún er skipt í þrjár sögur sem allir hafa það sameiginlegt að sami kötturinn lendir í þeim öllum. Fyrsta sagan...